Samþykktu eigendastefnu Herjólfs ohf.

7.Desember'18 | 15:08
IMG_4933

Frá fundi bæjarstjórnar. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær var tekin fyrir eigendastefna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. Stefnan var samþykkt með fjórum atkvæðum H-lista og E-lista. Bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá. 

Í bókun frá minnihlutanum segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins geti ekki samþykkt eigendastefnu Herjólfs ohf. að svo stöddu í ljósi nýrra upplýsinga. Ljóst þykir að ýmsir þættir í stefnunni orka tvímælis og geta hugsanlega verið í lagalegri óvissu. Bæjarfulltrúar telja eðlilegt að áður en stefnan verði samþykkt komi til fundar bæjarráðs amk. með stjórn Herjólfs ohf. Líkt og bókað var um á fundi bæjarráðs þann 17. október síðastliðinn og að skýra þurfi ýmsa hluti stefnunnar töluvert betur. Hér er ekki um tímaspursmál ræða og því nauðsynlegt og vel mögulegt að vanda málið verulega. Bæjarfulltrúar hafa ekki fengið nægilegan tíma til að fara yfir og breyta eigendastefnu sem fyrst er borin upp á fundinum og því eðlilegt að fresta málinu til næsta fundar. 

Lögðu fram frestunartillögu 

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til að staðfestingu eigendastefnu Herjólfs ohf. verði frestað til næsta bæjarstjórnarfundar á grundvelli þess að breytingar á eigendastefnunni bárust bæjarfulltrúum ekki fyrr en á fundinum sjálfum og telja kjörnir fulltrúar eðlilegt að þeim gefist tækifæri á að kynna sér málið til hlítar.

Frestunartillagan var felld með fjórum atkvæðum H-lista og E-lista gegn þremur atkvæðum D-lista.

Tillaga um breytt orðalag í eigendastefnu

Tillaga um breytt orðalag eigendastefnu Vestmannaeyjarferjunnar Herjólfs ohf.

1. Lagt er til að í 2. kafla falli út setning sem hljóðar svo: “Ferðaþjónusta eða annar samkeppnisrekstur er ekki meðal verkefna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf.”

2. Lagt er til að upphaf 8. kafla falli út setning sem hljóðar svo: “8. Ákvarðanir sem hljóta skulu samþykki eigenda: Eftirfarandi ákvarðanir stjórnar skulu hljóta samþykki eigenda”. Í staðinn komi eftirfarandi orðalag: “ 8. Samráð við eiganda. Eftirfarandi ákvarðanir stjórnar skulu teknar að höfðu samráði við eiganda.”

3. Í 2. mgr. 8. kafla falli út setningin “viðkomandi skuldbinding lögð fyrir eigendur til samþykktar” og í staðinn komi “samráð haft við eiganda.”

4. Í 3. mgr. 8. kafla falli út úr síðustu setningunni orðin “og skulu því koma til kasta eiganda.”

2. kafli hljóðar svo með breytingu:

“2. Tilgangur og hlutverk: Kveðið er á um tilgang og hlutverk Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. í stofnsamþykkt félagsins dags. 19. maí 2018. Meginhlutverk hlutafélagsins er að annast rekstur ferjusiglinga á grundvelli þjónustusamnings Vegagerðar ríkisins og Vestmannaeyjabæjar, þar sem ákvæði gr. 2.8, um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur ferjunnar, hefur verið nýtt. Með því yfirtekur hlutafélagið skyldur sveitarfélagsins samkvæmt samningnum. Fyrirtækið starfar samkvæmt hlutafélagalögum, sveitarstjórnarlögum, einkum kafla VII er varðar fjármál, sem og lögum og reglugerðum sem kveða á um starfsemi slíkrar ferju, svo sem Siglingalög, Hafnalög og lög um Landeyjahöfn. Starfsemi Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. takmarkast við samgöngur á sjó milli lands 1541. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja Vestmannaeyja 836 og Eyja. Fyrirtækið skal tryggja viðskiptavinum þjónustu á sanngjörnu verði.

8. kafli hljóðar svo m. breytingu:

“8. Samráð við eigenda: Eftirfarandi ákvarðanir stjórnar skulu teknar að höfðu samráði við eigenda: Nýjar skuldbindingar: Fari fjárhæð einstakra nýrra skuldbindinga Vestmanneyjaferjunnar Herjólfs ohf. yfir 10% af bókfærðu eigin fésamkvæmt síðasta ársreikningi eða árshlutareikning skal samráð haft við eiganda áður en til hennar er stofnað. Óvenjulegar og stefnumarkandi ákvarðanir ásamt áhættumati skal stjórn leggja fyrir eigendur til að gera eigendum kleift meta þær í samræmi við hlutverk sitt sem ábyrgðaraðila. Áform um breytt umfang og aðstæður fyrirtækisins, siglingatíma, gjaldskrá eða annarra atriða sem kveðið er á um í þjónustusamningi teljast til veigamikilla og stefnumarkandi ákvarðana.“

Njáll Ragnarsson lagði ofangreindar tillögur fram 

Breytingartillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum H-lista og E-lista. Bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá við afgreiðslu á þessari breytingartillögu.

Liður 3, Eigendastefna Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. var samþykktur með fjórum atkvæðum H-lista og E-lista. Bæjarfulltrúar D-lista sátu hjá. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).