Yfirlýsing frá Vegagerðinni:

Landeyjahöfn verði heilsárshöfn

7.Desember'18 | 16:27
IMG_2361

Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Umræða um Landeyjahöfn, dælingar, breytingar á höfninni, og yfirleitt allt sem að henni snýr er eðlilega mikil, sérstaklega í Vestmannaeyjum. Vegna hennar er rétt að benda á nokkur atriði varðandi málið.

Landeyjahöfn verður heilsárshöfn

Vegagerðin vinnur hörðum höndum að því að gera Landeyjahöfn að heilsárshöfn. Ístak er að sprengja grjót, undirbúa byggingu tunna á garðsendum og leggja veg þangað út eftir til að unnt sé að fara með krana og dælubúnað þangað til að dýpka hafnamynnið. Með landdýpkun yfir háveturinn er stefnt að því tryggja dýpið í hafnarmynninu fyrir nýju ferjuna þar. Reynslan hefur sýnt að það er útilokað að halda dýpi í hafnarmynninu með dýpkunarskipi yfir háveturinn.  Því ætlar Vegagerðin að leysa það með dýpkun frá landi.  Þá er miðað við að dýpkað verði með dýpkunarskipi í um 8 mánuði á ári -- sem er mögulegt með skipunum -- en í 4 mánuði á ári verður það gert frá landi.  Búið er að fjárfesta í dælubúnaði og lögnum til að geta dælt sandi þaðan. Auk þess er ætlunin að breyta innri höfninni með því að þrengja op og stækka innri höfnina til að draga úr hreyfingum innan hennar.  Þessu til viðbótar hefur verið óskað eftir samstarfi við Vestmannaeyjahöfn um að Lóðsinn verði nýttur til að jafna dýpið þar sem landdýpkunarbúnaðurinn nær ekki til og vonandi næst það.

Með þessum aðgerðum vonast Vegagerðin til að Landeyjahöfn verði heilsárshöfn, þótt rétt sé að ítreka að einhverjar frátafir munu alltaf verða þótt ekki væri nema vegna sjólags.

Útboðið

Fyrst eftir að Landeyjahöfn var opnuð var reynt að dýpka Landeyjahöfn með dýpkunarskipum yfir háveturinn en það skilaði litlum árangri. Kostnaður varð töluverður við að hafa dýpkunarskip reiðubúið án þess að geta dýpkað og þegar það gat dýpkað náðist sjaldan að tryggja nægjanlegt dýpi fyrir Herjólf.  Því var breytt um aðferð og dýpkað í tveimur lotum annars vegar á vorin og hins vegar á haustin. Þess á milli var fengið dýpkunarskip ef þörf og aðstæður sköpuðust til dýpkunar.  Þessi aðferðarfræði gaf færi á að fá erlenda dýpkunaraðila að verkinu. Undandfarin ár hefur Jan De Nul séð um dýpkunina en þess á milli hefur Björgun verið fenginn til hlaupa í skarðið eða til að hraða opnun. Kosturinn við þessa aðferð að það er auðveldara að fá tilboð og fá aðra að verkinu ef dýpkunarverktakinn stendur sig ekki.

Dýpkun

Dýpkun Jan De Nul lauk núna um miðjan nóvember. Fyrirtækið var búið að taka jákvætt í að dýpka lengur en hætti við þar sem búið var að selja dýpkunarskipið Galilei og forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekki taka áhættuna af því að komast ekki úr landi með skipið. Í framhaldinu var rætt við Björgun. Þeir voru jákvæðir í byrjun en töldu sig svo ekki geta dýpkað vegna manneklu, annarra verkefna og slipptöku.  Það voru viss vonbrigði því þeir hafa oft sýnt liðlegheit og hliðrað til fyrir Landeyjahöfn. Ef þetta endurtekur sig þá verða aðrir fengnir til að dýpka með Björgun.

 

Vegagerðin

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).