Hlynur Andrésson keppir á EM í víðavangshlaupum

7.Desember'18 | 06:25
hlynur_andresar

Hlynur Andrésson

Evrópumótið í víðavangshlaupum fer fram í Tilburg í Hollandi 9. desember. Mótið í ár verður það stærsta hingað til með 590 keppendum frá 38 löndum. Íslendingar munu eiga einn fulltrúa á mótinu, langhlauparann Hlyn Andrésson.

Hlynur hefur átt frábært ár þar sem hann bætti meðal annars Íslandsmetið í 10 km hlaupi og varð fyrsti Íslendingurinn til að hlaupa 5 km undir 14 mínútum. Hann varð svo sjöundi á Norðurlandamótinu í víðavangshlaupum sem fór fram hér á landi í nóvember.

Á meðal keppenda á Evrópumótinu verða norsku Ingebrigtsen bræðurnir. Þeir eru allir þrír meðal bestu langhlaupara í Evrópu og stal sá yngsti senunni í sumar þegar hann varð Evrópumeistari fullorðinna í 1500 og 5000 metra hlaupi aðeins 18 ára gamall.

Mótið hefst á hlaupi ungra skólakrakka og svo verður keppt í flokki stúlkna og pilta undir 20 ára, ungkarla og ungkvenna undir 23 ára og svo karla og kvennaflokki. Mótið endar svo á sameiginlegu boðhlaupi karla og kvenna. Hlynur mun keppa í flokki karla sem hefst klukkan 13:10 á íslenskum tíma. Vegalengdin sem hann mun hlaupa er 10.300 metrar.

Hér má skoða heimsíðu mótsins og verður mótið sýnt í beinni útsendingu á netinu. Hlekkur á útsendinguna kemur inn síðar. Hringurinn sem hlaupinn verður er ýmist 1500 eða 1000 metra langur, segir í umfjöllun á heimasíðu Frjálsíþróttasambands Íslands - fri.is.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).