Glæsilegt jólahlaðborð á Hraunbúðum

7.Desember'18 | 14:38
hraunbudir_hladbord_2018

Frá veislunni. Ljósmynd/hraunbudir.is

Í gær fimmtudag fór fram hið árlega jólahlaðborð Hraunbúða þar sem heimilisfólk og starfsmenn skemmta sér saman við góðan mat og skemmtun. 

Maturinn kom úr eldhúsi Hraunbúða og viljum við meina að þetta sé flottasta jólahlaðborð í bænum en það er Tómas Sveinsson bryti sem töfrar fram þessa gómsætu rétti með dyggri aðstoð okkar frábæra starfsfólks í eldhúsinu. Starfsfólk skiptir svo á sig verkum við að skreyta salinn, aðstoða við framreiðslu og sjá til þess að vel fari um heimilisfólkið okkar. 

Í ár var skemmtidagsskráin einkar glæsileg en Kitty Kovacs píanósnillingur ásamt Balazs Stankowsky, Mörtu Jónsdóttur og Ingveldi Theódórsdóttur byrjuðu dagsskránna með nokkrum fallegum jólalögum.  Síðan tók Una Þorvaldsdóttir við og söng fyrir okkur þrjú falleg jólalög.  Að því loknu flutti Séra Viðar Stefánsson hugvekju á léttu nótunum. 

Síðust og ekki síst voru svo söng-og tónlistarhópurinn Blítt og Létt sem tóku fullt af skemmtilegum lögum og með textann á skjá svo allir gátu sungið vel.  Stemningin var svo dásamleg að líklegast hefur aldrei verið setið svo lengi við þessa skemmtun áður.  Þar sem þakklæti er okkur svo hugleikið á aðventunni með fallegum innslögum frá Landakirkju, viljum við senda innilegt þakklæti til þessara frábæru listamanna sem gerðu kvöldið svo eftirminnilegt, til okkar frábæra starfsfólks og til okkar yndislega heimilisfólks, segir í frétt á heimasíðu Hraunbúða.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.