Glæsilegt jólahlaðborð á Hraunbúðum

7.Desember'18 | 14:38
hraunbudir_hladbord_2018

Frá veislunni. Ljósmynd/hraunbudir.is

Í gær fimmtudag fór fram hið árlega jólahlaðborð Hraunbúða þar sem heimilisfólk og starfsmenn skemmta sér saman við góðan mat og skemmtun. 

Maturinn kom úr eldhúsi Hraunbúða og viljum við meina að þetta sé flottasta jólahlaðborð í bænum en það er Tómas Sveinsson bryti sem töfrar fram þessa gómsætu rétti með dyggri aðstoð okkar frábæra starfsfólks í eldhúsinu. Starfsfólk skiptir svo á sig verkum við að skreyta salinn, aðstoða við framreiðslu og sjá til þess að vel fari um heimilisfólkið okkar. 

Í ár var skemmtidagsskráin einkar glæsileg en Kitty Kovacs píanósnillingur ásamt Balazs Stankowsky, Mörtu Jónsdóttur og Ingveldi Theódórsdóttur byrjuðu dagsskránna með nokkrum fallegum jólalögum.  Síðan tók Una Þorvaldsdóttir við og söng fyrir okkur þrjú falleg jólalög.  Að því loknu flutti Séra Viðar Stefánsson hugvekju á léttu nótunum. 

Síðust og ekki síst voru svo söng-og tónlistarhópurinn Blítt og Létt sem tóku fullt af skemmtilegum lögum og með textann á skjá svo allir gátu sungið vel.  Stemningin var svo dásamleg að líklegast hefur aldrei verið setið svo lengi við þessa skemmtun áður.  Þar sem þakklæti er okkur svo hugleikið á aðventunni með fallegum innslögum frá Landakirkju, viljum við senda innilegt þakklæti til þessara frábæru listamanna sem gerðu kvöldið svo eftirminnilegt, til okkar frábæra starfsfólks og til okkar yndislega heimilisfólks, segir í frétt á heimasíðu Hraunbúða.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).