Fréttatilkynning:

80 ára afmælishátíð Verðanda

Gala veisla í Höllinni

7.Desember'18 | 13:12

Laugardaginn 29.desember næstkomandi verður haldin glæsileg Gala veisla, afmælishátíð Verðanda, í tilefni  af 80 ára afmæli félagsins. Hátíðin er haldin í Höllinni og að sjálfsögðu er vel í lagt í skemmtun, mat og drykk. Talað er um veislu ársins, þú vilt ekki missa af henni.

Veislustjóri verður Jarl Sigurgeirsson og sérstakur gestur verður hinn eini sanni Gísli Einarsson fréttamaður af RUV.  Unnar Gísli Sigurmundsson, eða Júníus Meyvant mun koma fram og flytja mörg af sínum bestu lögum, ásamt því að segja nokkrar vel valdar sögur, en þessi mikli listamaður er ekki síðri uppistandari en söngvari, sannkallaður listamaður.  Þá munu frábærar söngkonur koma fram, Eyjadísirnar Silja Elsabet Brynjarsdóttir og Sara Renee Griffin, ásamt Stuðlabandinu, sem mun svo halda uppi fjöri fram á morgun.  Þetta ásamt ýmsu öðru verður boðið upp á, sem ekki er tímabært að kynna strax. 

Tekið verður á móti veislugestum með fordrykk og eðalsmakki að hætti Hallarinnar og Einsa kalda og síðan boðið upp á glæsilegan 3ja rétta matseðil frá Einsa kalda, ásamt sérvöldu borðvíni, sem þeir félagar Óskar Þór og Gylfi sáu um að velja.

 

Það er því rík ástæða til að taka þetta kvöld frá og gleðjast með okkur þetta kvöld í Höllinni.

 

Verði verður stillt í hóf fyrir þessa glæsilegu veislu og verður auglýst á næstu dögum.

 

Borðapantanir eru hjá Óskari Þór (696-5008) , Gylfa Viðari (899-5805), Viðari Hjálmars (897-5413) og Elínu Rós (693-3801).  Tryggðu þér borð í tíma.

 

F.h. Verðanda

Skemmtinefndin

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).