Uppbyggingarsjóður Suðurlands

Nokkur verkefni í Eyjum fengu styrk

5.Desember'18 | 07:19
eyjar_gig

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Verkefnastjórn Sóknaráætlunar Suðurlands á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fjallaði á dögunum um tillögur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. 

Um var að ræða seinni úthlutun sjóðsins á árinu 2018. Umsóknir voru 120 talsins, í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna bárust 51 umsókn og 69 umsóknir í flokki menningarverkefna.

Að þessu sinni var 38 mkr. úthlutað til 67 verkefna úr báðum flokkum. Samþykkt var að veita 20 verkefnum styrk í flokki atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna samtals að upphæð 17,44 mkr. og 47 verkefnum í flokki menningarverkefna sem hlutu samanlagt 20,6 mkr.

Hæsta styrkinn að þessu sinni hlutu í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunarverkefna Fóðurstöð Suðurlands ehf til þróunar á framleiðslu gæludýrafóðurs og Rúnar Þór Bjarnason í verkefnið Föngum fjósorkuna. Þessir aðilar hlutu hvor um sig styrk uppá 2 mkr.

Í flokki menningarverkefna hlaut hæsta styrk 1,2 mkr. Þýsk íslenska vinafélagið / Dorothee Katrin Lubecki í verkefnið Esju-konur. Í þessum flokki hlutu 3 verkefni 1 mkr. í styrk, Myndlistarsýningin huglæg rými sem Listasafn Árnesinga stendur fyrir, sýningin Ólíkur endurómur listakonunar Sigrúnar Ólafsdóttur og Alþjóðlegar rokkbúðir á Suðurlandi sem Áslaug Einarsdóttir stýrir.

Nokkur verkefni frá Eyjum hlutu styrk og má þar nefna afmælistónleika Lúðrasveitar Vestmannaeyja, Glanni glæpur í Latabæ, Umbrotatímar með Svabba Steingríms og þurrkað keilusnakk, 

 Lista yfir verkefnin sem fengu styrk má sjá hér.

Tags

SASS

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.