Fræðsluráð:

Bæta á um 6,3 milljónum til stoðkerfis GRV

3.Desember'18 | 13:13
barnaskolinn_2018

Barnaskóli Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Á fundi fræðsluráðs fyrir helgi var mat á stöðu stoðkerfis Grunnskólans í Vestmannaeyjum til umfjöllunar. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs lagði þar fram mat á kostnaði og forgangi á niðurstöðu starfshóps um stoðkerfi GRV.

Niðurstöður eru að heildarkostnaður af tillögum hópsins er frá 11 milljónum upp í 21 milljón á ári eftir því hvort teymiskennsla verði tekin upp í efri bekkjum og þörfinni á viðbótarkennslumagni hverju sinni. Ekki er þörf á viðbótarkennslumagni vegna lotukennslu þar sem hún liggur þegar fyrir.

Framkvæmdastjóri, fræðslufulltrúi og skólastjóri GRV mæla með eftirfarandi: 

a) Að staða náms- og starfsráðgjafa fari í 100% stöðu frá og með haustinu 2019 og að skólastjóri vinni skýra starfslýsingu og skilgreini verkefni hans og vinnutíma þannig að náms- og starfsráðgjafi nýtist sem best til náms- og starfsráðgjafar. Viðbótarkostnaður er um 710 þúsund. 
b) Að teymiskennsla verði tekin upp á miðstigi frá og með hausti 2019 með fjóra kennara í árgangi. Áhersla verði á því að með þessu verði hægt að draga úr kennslu í námsveri á þessu skólastigi sem og fjölda stuðingsfulltrúa. Lagt er upp með þrjá viðbótarkennara í 80% stöðuhlutfalli hver til teymiskennslunnar en að hægt sé að spara kennara í námsveri sem og stuðningsfulltrúa. Viðbótarkostnaður er um 2,3 milljón. 
c) Að við útreikinga á kennslumagnsþörf komandi skólaárs vinni skólastjóri í samráði við fræðslufulltrúa rökstudda ósk um viðbótarúthlutun miðað við útreikinga “pottormsins. Rökstudd tillaga að kennslumagnsþörf komandi skólaárs er síðan lögð fyrir fræðsluráð til samþykktar. Óskað er eftir 10 viðbótarkennslustundum á viku á næsta rekstrarári og er kostnaður um 3,2 milljón. 

Heildarkostnaður vegna ofangreindra þátta er um 6,3 milljónir fyrir rekstrarárið 2019. Ráðið samþykkir umræddar tillögur og vísar þeim til fjárhagsáætlunargerðar 2019. 

Bókað bæði af minni- og meirihluta

Í bókun minnihluta D lista segir ,,Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru meðvitaðir um að mikilvægt sé að skoðkerfi grunnskólans sé eins öflugt og þörf er á hverju sinni þannig að ólíkum þörfum nemenda sé mætt en Sjálfstæðisflokkurinn hefur markvisst unnið að því á síðustu kjörtímabilum að svo sé og almennt hefur vel tekist til. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins treysta faglegu mati stjórnenda varðandi þær tillögur og hugmyndir sem lagðar eru fram og leggjast ekki gegn þeim. Þó er mikilvægt að leggja áherslu á mikilvægi þess að fjármagn sem fer til skólans sé nýtt með sem ábyrgustum hætti og nýjum kostnaðarliðum sé mætt með hagræðingu." 

Í bókun meirihluta E og H lista segir ,,Meirihluti þakkar framkvæmdastjóra sviðsins, fræðslufulltrúa og skólastjóra GRV fyrir að vinna úr tillögum starfshóps um stoðkerfi GRV. Meirihluti telur mikilvægt að styðja betur við og styrkja stoðkerfi GRV og samþykkir eindregið þær forgangskröfur sem settar eru fram fyrir næsta rekstrarár." 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).