„Gríðarleg óánægja“ með stöðuna í Landeyjahöfn

2.Desember'18 | 22:25
gardur_her_lan

Herjólfur siglir hér frá Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir að mikil óánægja ríki með dýpkunarmál í Landeyjahöfn. Vegagerðin sé búin að sætta sig við að höfnin sé ekki heilsárshöfn.

Mikil óvissa hefur ríkt um samgöngur til og frá Vestmannaeyjum. Ekkert verður af siglingum nýrrar Vestmannaeyjaferju milli lands og eyja fyrr en í vor, en siglingar áttu að hefjast í sumar. Þangað til heldur gamli Herjólfur áfram siglingum sem hafa gengið brösulega, vegna dýpkunarmála í Landeyjahöfn. Frá þessu er greint á ruv.is.

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum kom á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á föstudaginn, þar sem hún fylgdi eftir umsögn bæjarins um samgönguáætlun. Þar ræddi hún bæði um framkvæmdir sem hún segir nauðsynlegt að ráðast í á flugvellinum í Vestmannaeyjum, og málefni Landeyjahafnar.

„Það er gríðarleg óánægja með dýpkunarmálin í Landeyjahöfn og svo kom ég því að að við þurfum að gera óháða úttekt á Landeyjahöfn af því að Vegagerðin er nánast búin að gefa það út að hún sé ekki heilsárshöfn eins og lagt var af stað með í upphafi og við viljum bara fá úr því skorið hvort hægt sé að laga höfnina eða ekki. Þannig að þá erum við bara á allt öðrum stað, ef stefnan er orðin þannig að Landeyjahöfn er ekki heilsárshöfn. Og ég var að ræða það við nefndina,“ segir Íris.

„Hysji upp um sig buxurnar“

Vegagerðin samdi nýverið við fyrirtækið Björgun, um dýpkun Landeyjahafnar næstu þrjú árin. Stöðugt þarf að dýpka höfnina vegna sandburðar í hana. Íris segir að vegna galla í útboðinu óttist Eyjamenn að Björgun hafi ekki undan að dýpka og því verði ekki hægt opna höfnina og halda henni opinni eins marga daga á ári og æskilegt væri. Íris vill að bærinn fái að koma að ákvarðanatöku um dýpkun og annað er varðar Landeyjahöfn í framtíðinni.

„Ég hef náttúrulega áhyggjur af vetrinum í vetur. Við erum að fara inn í veturinn með breytingar í dýpkunarmálunum sem við mótmæltum harðlega hjá Vegagerðinni. Og við erum hrædd um að það gangi ekki nógu vel. Og það er mikil óánægja í Vestmannaeyjum með framgang Vegagerðarinnar varðandi samning við nýjan dýpkunaraðila. Og við höfum alltaf áhyggjur af vetrinum. En við vonum alltaf það besta og ég trúi ekki öðru en að menn hysji upp um sig buxurnar og lagi þessi mál,“ segir Íris.

 

Ruv.is

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.