Bæjarstjórinn í Eyjum: „Þeim sem voru þar til háborinnar skammar“

30.Nóvember'18 | 11:59
iris_r_bet

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri.

Ummæli á klaustursupptökunum um „helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í umfjöllun DV.

Ummælin féllu þegar þingmennirnir voru að spá í spilin fyrir næsta prófkjör Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi, en komið hefur fram að þeir hafi sagt að Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðismanna í suðri væri latur.

„Nú ætla ég að segja eitt sem er mjög dónalegt. Hún er ung, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var fyrir fjórum árum síðan,“ heyrist Bergþór Ólason segja um Írisi.

Fólkinu til háborinnar skammar

Anna Kolbrún Árnadóttir, þingkona Miðflokksins heyrist þá reyna að skerast í leikinn og biðja karlana að velta því fyrir hvernig ummælin kæmu út ef Íris væri karl.

„Leyfðu okkur nú að eiga þessa stund saman,“ svarar Gunnar Bragi.

„Ef þetta væri Páll Magnússon?“ spyr Anna Kolbrún.

„Hann er ekkert sexí!“ segir þá fyrrverandi utanríkisráðherrann.

Margir töldu að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, væri sú sem um ræddi, verandi yngsti sitjandi þingmaðurinn. 

Gunnar Bragi Sveinsson sagðist í gær ekki muna eftir að hafa rætt Áslaugu Örnu sérstaklega, en hafði þó beðið hana afsökunar. 

Íris vildi ekki mikið tjá sig um málið þegar Vísir náði af henni tali. 

„Þetta er, eins og allt annað sem fram fór á þessum fundi, þeim sem voru þar til háborinnar skammar,“ segir hún.

Tekurðu það nærri þér sem er sagt um þig þarna?

„Nei.“

 

Vísir.is greindi frá.

Upptökuna má heyra hér í spilaranum að neðan.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Canton hefur opnað eftir vetrarlokun

27.Febrúar'20

Fiskur og franskar, rækjur og austurlenskir réttir. Kjúklingabitar um helgar. Opið frá 17.00 til 20.30, alla daga. Canton, Strandvegi 49. Sími 481-1930.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-