Verðlaun fyrir piparkökuhús til Landakirkju

29.Nóvember'18 | 13:47
piparkokuhus_ads

Verðlaunahúsið. Ljósmynd/aðsend.

Rauðu leikarnir standa yfir þessa viku hjá Íslandsbanka og keppast starfsmenn við að ljúka áskorunum dagsins. Áskorun miðvikudagsins var að skreyta piparkökuhús og frumlegasta húsið verðlaunað. 

Útibú Íslandsbanka í Vestmannaeyjum fór með sigur úr býtum en ákveðið var að húsið yrði að hafa sterka tengingu við Eyjar. Búið var að velta upp ýmsum möguleikum en að lokum var ákveðið að hafa tengingu við Heimaeyjargosið 1973 og gera hús sem var að fara undir hraun.

Útibúið hlaut 50.000 krónur í verðlaun sem ráðstafa á til góðs málefnis og ákváðu starfsmenn útibúsins að ráðstafa verðlaununum til Landakirkju sem sér um að úthluta styrkjum til þeirra sem minna mega sín fyrir jólin.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.