Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar:

Skoska leiðin sjálfsögð mótvægisaðgerð

29.Nóvember'18 | 14:15
ernir_vestmannaeyjaflugvollur

Flugvél Ernis á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/TMS

Tilkoma Landeyjahafnar var Vestmannaeyjum mikil samgöngubylting. Tíðari ferðir og styttri ferjuleið gerði eyjuna mun aðgengilegri fyrir gesti og jók ferðafrelsi heimamanna til muna. 

Vonir stóðu til að höfnin myndi fljótlega þjóna samfélaginu sem heilsárshöfn en í kjölfar fjármálahruns var nýsmíði ferju sett á ís og árið 2010 var niðurgreiðslu innanlandsflugs til Vestmannaeyja illu heilli alfarið hætt. Samanlögð áhrif af tilkomu Landeyjahafnar og dýrari flugsamgöngum urðu til þess að farþegafjöldi innanlandsflugs við Vestmannaeyjar hrundi. Flugfélag Íslands hætti áætlunarflugi til Vestmannaeyja en flugfélagið Ernir tók upp áætlunarflug og hefur sinnt flugsamgöngum við samfélagið með miklum myndarbrag.

 

Ódýrara að ferðast til 11 borga í Evrópu og 2 í N-Ameríku í beinu flugi frá Reykjavík en frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur

Almennt fargjald báðar leiðir fyrir fullorðinn einstakling flugleiðina Vey-Rvk-Vey er 38.200 kr og því deginum ljósara að ekki er á færi hins almenna eyjaskeggja að nýta sér samgöngumátann í hinum hversdagslegu erindagjörðum sínum á höfuðborgarsvæðið. Eins ánægjulegt og það er hversu hagkvæmt millilandaflug er orðið vegna vaxandi samkeppni flugfélaga verður samanburðurinn vægast sagt sláandi þegar hægt er að fljúga núna næstu helgi til 11 borga í Evrópu og 2 í N-Ameríku í beinu flugi frá Keflavík fram og til baka fyrir lægri upphæð en það kostar að fljúga fram og til baka frá Vestmannaeyjum.

 

Þjónusta við landsbyggðina áfram skert

Á sama tíma og niðurgreiðslu vegna flugfargjalda hefur verið hætt hefur þjónusta við heimamenn verið skert verulega, þá helst hvað heilbrigðisþjónustu varðar þar sem þjónustu skurð- og svæfingalæknis nýtur illu heilli ekki lengur við. Á sama tíma og gerðar eru meiri kröfur á landsbyggðina að sækja þjónustu til höfuðborgarinnar þar sem hennar nýtur ekki lengur við í heimabyggð er ótækt að leggja auknar álögur á íbúa við samgöngur. Ný ferja er hins vegar væntanleg fljótlega á næsta ári sem mun auka nýtingu Landeyjahafnar en forsenda fyrir fullnýtingu möguleika ferjunnar eru öflugar dýpkunarframkvæmdir sem því ver og miður virðist skorta verulega á um þessar mundir.

 

Skoska leiðin

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir og orðið var við því við vinnslu umsagnar Vestmannaeyjabæjar um samgönguáætlanir ríkisins 2019-2033 að þar kæmi fram áeggjan á stjórnvöld um niðurgreiðslu innanlandsflugs og þá væri horft til skosku leiðarinnar þar sem flugfargjöld fyrir íbúa á jaðarsvæðum eru niðurgreidd af ríkinu um 50% í samræmi við reglur Evrópusambandsins. Skýrsla starfshóps samgönguráðherra vegna skoðunar þeirrar leiðar er væntanleg innan skamms. Skoska leiðin er mikið réttlætismál fyrir íbúa Vestmannaeyjabæjar og munu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram á næsta fundi bæjarstjórnar tillögu um áskorun á ríkisvaldið um samþykkt og innleiðingu skosku leiðarinnar.

 

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).