Fatlaðir fá aukna akstursþjónustu

29.Nóvember'18 | 07:31
leigubill_litil

Akstur á kvöldin og um helgar með leigubifreiðum verður niðurgreiddur.

Á fundi fjölskykldu- og tómstundaráðs í byrjun vikunnar kom fram tillaga um aukna ferðaþjónustu við fatlað fólk um kvöld og helgar.

Í bókun um málið segir að Vestmannaeyjabær bjóði upp á akstursþjónustu á virkum dögum á tímabilinu 7:30 til 17:30 og hefur til þjónustunnar sérútbúinn bíl. Markmið þjónustunnar er að gera þeim sem eru andlega og líkamlega fatlaðir og þurfa nauðsynlega vegna fötlunar sinna á akstursþjónustu að halda til að geta stundað vinnu og nám eða sótt þjónustu á sérhæfðar þjónustustofnanir. 

Helst hefur verið kvartað yfir því að ekki sé boðið upp á ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk sem þurfa á henni á halda á kvöldin, um helgar og á rauðum dögum. Til að mæta þessum hópi er lagt til eftirfarandi leiðir; 

1. Fyrir fatlað fólk býður Vestmannaeyjabær upp á niðurgreiðslu á kostnaði vegna leigubifreiðar. Niðurgreiðslan er bundin við 900 kr ferðin og takmarkast við 10 ferðir á mánuði. Niðurgreiðslan miðast við ferðir á þeim tíma sem ekki er veitt akstursþjónusta á vegum sveitarfélagsins. 

2. Varðandi fólk í hjólastól eða sem vegna fötlunar geta ekki nýtt sér leigubílaþjónustu heldur eru í þörf á sérútbúnum bíl þarf að panta slíka þjónustu með minnst 2 daga fyrirvara. Ef sameiginlegt mat notenda og þjónustuaðila er á þörfinni er bílstjóri fenginn til verksins og útkall greitt. Ferðafjöldinn miðast við 10 ferðir að hámarki á mánuði og gjald notenda verður 300 kr. ferðin. 

3. Í vissum tilfellum verður hægt að fá lánað sérútbúin ferðaþjónustubíl til fatlaðs fólks í hjólastól eða sem vegna fötlunar eru í þörf á sérútbúnum bíl. Leggja verður fram pöntun tímanlega. Bílstjóri verður að hafa ökuréttindi til að aka umrædda bifreið og ber ábyrgð á henni skv. umferðarlögum. Gjald fyrir láni á bifreiðinni verður 800 kr og miðast við lán í 4 klst. 

4. Ósk um frávik frá þessum reglum er hægt að leggja fyrir fjölskyldu- og tómstundaráð ásamt rökstuðingi. 

5. Mælt er með að veita þessa viðbótarþjónustu í eitt ár og meta áhrif hennar og áframhald eftir þann tíma. 

Ráðið samþykkir þessa tillögu með fyrirvara um samþykki um aukna fjárveitingu og vísar henni til fjárhagsáætlunargerðar 2019. Framkvæmdastjóra sviðs er falið að útfæra verkferla til að fylgja þessum reglum eftir, segir enn fremur í bókun ráðsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.