Fréttatilkynning:

10. bekkingar í GRV sinna gangbrautarvörslu

29.Nóvember'18 | 15:13
barnaskolinn_2018

Barnaskóli Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Krakkarnir í 10. bekk í GRV munu standa fyrir gangbrautarvörslu á nokkrum fjölförnum gangbrautum á morgnana í svartasta skammdeginu með það fyrir augum að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann. 

Verkefnið mun standa yfir frá 3. desember til 1. mars. Lögreglan í Vestmannaeyjum mun að sjálfsögðu verða krökkunum innan handar við framkvæmdina.

Verkefnið er dyggilega stutt af Landsbankanum sem styrkir lokaferðasjóð 10. bekks GRV auk þess að færa nemendum í 1. – 7. bekk endurskinsmerki að gjöf og útvega vesti fyrir gangbrautarverðina. Gangbrautirnar sem þeir munu vakta eru fjórar; á Skólavegi, á Kirkjuvegi við Vallagötu, á gatnamótum Illugagötu og Kirkjuvegs og við Hraunbúðir. 

 “Frábært verkefni sem eflir samfélagsvitund og samkennd. Gefur nemendum tækifæri til að taka þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt. ” segir Ásdís Tómasdóttir deildarstjóri unglingastigs GRV.  

 “Lögreglan hvetur ökumenn, sem og gangandi vegfarendur, til að gæta fyllsta öryggis í umferðinni. Sérstaklega á það við nú þegar svartasta skammdegið gengur yfir en þá eru börn á leið til og frá skóla. Sérstaklega á það við á morgnana. Lögreglan hvetur gangandi vegfarendur til að nota endurskinsmerki. Þá eru ökumenn hvattir til  að gæta fyllstu athygli nærri skólum bæjarins sem og og annar staðar í umferðinni. “ segir Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum.

 “Landsbankinn vill með þessu framlagi leggja sitt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að öryggi barna og unglinga í umferðinni hér í Vestmannaeyjum.   Við bindum miklar vonir við að vel takist til hjá þessum flottu krökkum í 10. bekk að gæta þeirra sem yngri eru.  Frábært framtak hjá þeim, GRV og lögreglunni.” segir Jón Óskar Þórhallsson, útibússtjóri Landsbankans í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%