Fjölskyldu- og tómstundaráð:

Styrkja heilsueflingu fyrir eldri borgara

28.Nóvember'18 | 07:20
eldra_folk_ganga

Ljósmynd/úr safni

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var erindi lagt fram að frumkvæði félags eldri borgara í Vestmannaeyjum. Málið varðar heilsueflingu fyrir eldri borgara.

Ráðið fékk kynningu á verkefninu frá Janusi Guðlaugssyni PhD íþrótta- og heilsufræðingi í október, ásamt því að Sólrún Gunnarsdóttir kynnti verkefnið á fundi dagsins. Verkefnið, Heilsuefling eldri borgara á Íslandi frá Janus heilsuefling er virkilega spennandi verkefni þar sem íbúar Vestmannaeyja 65 ára og eldri fá tækifæri til þess að efla sína heilsu. Verkefnið hefur mikið forvarnargildi þar sem betri heilsa íbúa getur m.a. stuðlað að lengri sjálfstæðri búsetu, segir í fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs.

Telja ekki nægar upplýsingar liggja fyrir um kostnað

Í framhaldi var bókað um málið. Í tillögu frá fulltrúum D listans segir: 

"Undirritaðir eru jákvæðir fyrir verkefninu en telja ekki nægjanlega upplýsingar liggja fyrir um kostnað. Teljum við mikilvægt að í ljósi mikilla útgjaldaaukningar í málaflokknum óábyrgt að samþykkja málið að svo stöddu og leggjum til að málinu verði frestað þar til nánari upplýsingar liggi fyrir." 

Hafna því að fresta málinu

Fulltrúar E og H lista hafna því að fresta málinu og samþykkja að fara í verkefnið og miða forsendur við 50 þátttakendur og gjaldtöku um 3000 kr á mánuði. Framkvæmdastjóra er falið að reikna kostnaðinn og vísa til bæjarráðs vegna fjárhagsáætlanagerðar 2019.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.