Fjölskyldu- og tómstundaráð:

Styrkja heilsueflingu fyrir eldri borgara

28.Nóvember'18 | 07:20
eldra_folk_ganga

Ljósmynd/úr safni

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs var erindi lagt fram að frumkvæði félags eldri borgara í Vestmannaeyjum. Málið varðar heilsueflingu fyrir eldri borgara.

Ráðið fékk kynningu á verkefninu frá Janusi Guðlaugssyni PhD íþrótta- og heilsufræðingi í október, ásamt því að Sólrún Gunnarsdóttir kynnti verkefnið á fundi dagsins. Verkefnið, Heilsuefling eldri borgara á Íslandi frá Janus heilsuefling er virkilega spennandi verkefni þar sem íbúar Vestmannaeyja 65 ára og eldri fá tækifæri til þess að efla sína heilsu. Verkefnið hefur mikið forvarnargildi þar sem betri heilsa íbúa getur m.a. stuðlað að lengri sjálfstæðri búsetu, segir í fundargerð fjölskyldu- og tómstundaráðs.

Telja ekki nægar upplýsingar liggja fyrir um kostnað

Í framhaldi var bókað um málið. Í tillögu frá fulltrúum D listans segir: 

"Undirritaðir eru jákvæðir fyrir verkefninu en telja ekki nægjanlega upplýsingar liggja fyrir um kostnað. Teljum við mikilvægt að í ljósi mikilla útgjaldaaukningar í málaflokknum óábyrgt að samþykkja málið að svo stöddu og leggjum til að málinu verði frestað þar til nánari upplýsingar liggi fyrir." 

Hafna því að fresta málinu

Fulltrúar E og H lista hafna því að fresta málinu og samþykkja að fara í verkefnið og miða forsendur við 50 þátttakendur og gjaldtöku um 3000 kr á mánuði. Framkvæmdastjóra er falið að reikna kostnaðinn og vísa til bæjarráðs vegna fjárhagsáætlanagerðar 2019.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.