Lengja opnunartíma sundlaugar næsta sumar

28.Nóvember'18 | 07:34
Vestmannaeyjar_3_sundl_utisv

Útisvæði sundlaugarinnar.

Ósk hefur komið upp frá íbúum og aðilum innan ferðaþjónustu um að auka opnunartíma sundlaugar um helgar frá lok maí til byrjun september. Um málið var fjallað á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs nú í vikunni.

Um er að ræða 15 helgar og lagt er til að opnunartíminn verði frá kl. 09:00 til 21:00 í stað 09:00 til 18:00. Ráðið vill koma til móts við bætta þjónustu í sundlaug bæjarins og samþykkir viðbótar opnun sundlaugarinnar með fyrirvara um aukna fjárveitingu og vísar málinu áfram til fjárhagsáætlunargerðar 2019, segir í bókun fjölskyldu- og tómstundaráðs.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%