Vestmannaeyjabær:

Mat á umhverfisáhrifum nýrrar sorporkustöðvar enn í vinnslu

gæti verið samþykkt af Skipulagsstofnun haustið 2019

27.Nóvember'18 | 05:15
sorpa_litil

Sorpa. Ljósmynd/TMS

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyjabæjar var mat á umhverfisáhrifum sorpbrennslu á dagskrá. Hafþór Halldórsson og Ólafur Þór Snorrason greindu þar frá samskiptum við Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands vegna mats á umhverfisáhrifum nýrrar sorporkustöðvar. 

Fram kom í máli þeirra að mat á umhverfisáhrifum gæti verið samþykkt af Skipulagsstofnun haustið 2019. Í niðurstöðu ráðsins í síðustu viku segir að ráðið þakki kynninguna og felur starfsmönnum að vinna áfram að verkinu.

Alta falið að vinna mat á umhverfisáhrifum í febrúar

Mál þetta hefur verið í töluverðan tíma í vinnslu þar sem fjallað var um þetta á fundi ráðsins í febrúar í ár. Þá lá fyrir minnisblað vegna vinnu við mat á umhverfisáhrifum sorporkustöðvar í Vestmannaeyjum. Ráðgjafafyrirtækinu Alta var þá falið að vinna mat á umhverfisáhrifum í samstarfi við starfsmenn umhverfis- og framkvæmdasviðs. Þá lagði ráðið áherslu á að vinnu verði hraðað eins og kostur er.

Töluvert lengri ferill en við höfðum vonast til

Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir að stefnt sé að því að leggja fram tillögu að matsáætlun núna í desember en unnið hefur verið að undirbúningi matsáætlunar sem og kostamati sem er hluti þess sem leggja þarf fram í svona mati á umhverfisáhrifum.

„Þessi ferill er töluvert lengri en við höfðum vonast til, en vinna er í gangi og ef allt gengur upp ætti samþykkt á mati á umhverfisáhrifum að geta gengið í gegn haustið 2019.

Við höfum verið að vinna þetta með Alta og höfum fundað með m.a. Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Umhverfisstofnun og í vikunni vonumst við eftir fundi með Skipulagsstofnun. Allt miðar þetta að því að reyna að flýta fyrir þeirri vinnu sem er í gangi, þ.e. að fá fram sem mest af áhyggjum og athugasemdum þessara aðila sem fyrst í ferlinu.” segir Ólafur Þór. 

 
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.