Ásmundur Friðriksson skrifar:

Orkupakkinn og verðmætasköpunin

26.Nóvember'18 | 06:58
IMG_4034

Ljósmynd/úr safni

Um fátt er meira rætt í samfélaginu en 3ja orkupakka Evrópusambandsins. Ekki man ég eftir viðlíka umræðu um orkupakkana sem á undan komu. Hafi sú umræða verið einhver er löngu fennt í þau spor. 

Ég er reyndar ekki undrandi á því að þessi umræða sé hávær, hún varðar okkur öll og framtíðarhagsmunirnir eru miklir. Sjónarmiðin eru á báða bóga en mest hræðist ég þau varnaðarorð að sjálfsákvörðunarréttur okkar varðandi raforkumarkaðinn, framleiðsluna og verðlagið verði tekið úr okkar höndum. Sérfræðingarnir sem ég hef heyrt í tala í sitthvora áttina í þeim efnum. Á meðan það liggur ekki 100% fyrir er ég í NEI-liðnu.

Fyrir nokkru fór fram umræða í atvinnuveganefnd um lagningu sæstrengs sem flytja átti rafmagn frá Íslandi til Englands. Það gefur augljóslega möguleika á að flytja rafmagn framleitt með kolum eða kjarnorku frá meginlandinu til Íslands. Hreint sagt var ég og er ósammála því að selja rafmagn til nágrannalandanna. Ekki bara það að með því að tengjast raforkumarkaði Evrópuríkjanna, verðlagi þar og sameiginlegu regluverki værum við Íslendingar orðnir hráefnisútflytjendur á rafmagni. Með öðrum orðum seldum við nágrannaþjóðum okkar í Evrópu verðmæta raforku framleidda úr endurnýtanlegum náttúruauðlindum landsins til verðmætasköpunar í samkeppnislandi okkar. Þannig er farið fyrir mörgum af fátækustu þjóðum heimsins sem flytja auðlindir sínar úr landi sem hráefni til verðmætasköpunar í öðrum löndum. Er einhver Íslendingur sem vill vera í því liði?

Ég tel hagsmunum þjóðarinnar betur borgið með því að við nýtum alla okkar möguleika í raforkuframleiðslu til eigin nota og verðmætasköpunar í landinu til langrar framtíðar. Til þess að svo geti orðið þarf að tryggja raforkuflutning til þeirra landshluta þar sem nú þegar er mjög takmarkaður flutningur og á nokkrum stöðum er verið að reisa díselrafstöðvar til að mæta aukinni þörf, að hugsa sér á Íslandi 2018.

Það ekki hægt að hafa eina skoðun hvað varðar 3ja orkupakkann en svo skipta um gír þegar kemur að öðrum en alveg sambærilegumhlutum. Í ár eru flutt út 80.000 tonn af óunnum ísuðum fiski. Ég veit hvað þessi útflutningur getur á köflum verið hagstæður útgerðum og sjómönnum. Hátt verð á erlendum mörkuðum skilar sjómönnum góðum tekjum og afkoma veiðanna verður góð. Það skiptast þó eðlilega á skin og skúrir á uppboðsmörkuðum á fiski og einstaka tegundir og stærðir af fiski geta hentað betur til útflutnings en vinnslu innanlands. Það alvarlega í þessu er að við verðum af þeirri verðmætasköpun og virðisauka sem vinnslan skapar.

Útflutningur á virðisauka

Hin hliðin á peningnum er að við erum farin að selja fisk í beinum viðskiptum til landa þar sem launakostnaður er þrefalt minni en á Íslandi. Og til að setja salt í sárið þá selja þessir aðilar sem greiða starfsfólki sínu 50-60.000 kr. í mánaðarlaun fiskafurðirnar inn á sömu markaði og Íslensku fyrirtækin í Evrópu. Við erum í samkeppni, undirboðum við okkur sjálfa á mörkuðum. Íslendingar gera ríkar kröfur um aðbúnað og góð laun í fiskvinnslu. Við erum í farabroddi á heimsvísu þegar kemur að gæðum og afhendingaröryggi. Því forskoti má ekki glutra niður.

Ég velti fyrir mér hvort ekki væri rétt að þessi 80.000 tonn af óunnum fiski verði sett á íslenska fiskmarkaði og fiskkaupendur sitji allir, innlendir og erlendir við sama borð þegar kemur að því að bjóða í fiskinn. Það ætti að tryggja jöfn og góð verð fyrir sjómenn og þá sem vilja kaupa íslenskan gæðafisk og keppa á jafnréttisgrundvelli. Verði það til að tryggja aukna verðmætasköpun í landinu hagnast allir.

Orkupakkinn og virðisaukandi fiskvinnsla snúast um hagsmuni okkar allra.

 

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).