Knattspyrna:

Halldór Páll semur aftur við ÍBV

26.Nóvember'18 | 18:14
halldor_pall

Halldór Páll Geirsson

Markvörðurinn Halldór Páll Geirsson gerði í dag nýjan tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt ÍBV. Halldór Páll rifti á dögunum samningi sínum við ÍBV og skoðaði sig um. Á endanum ákvað hann hins vegar að gera nýjan samning í Eyjum. 

„Ég talaði við stjórnina og þjálfarann í nokkur skipti og þau náðu að sannfæra mig um að taka allavega tímabil í viðbót þar," sagði Halldór Páll við Fótbolta.net í dag 

Halldór fór til danska félagsins Lyngby til reynslu á dögunum og gekk vel. Hann er ekki með samningstilboð þaðan en ef Lyngby býður honum samning á hann kost á að taka því tilboð. Þetta staðfesti Halldór við Fótbolta.net í dag. 

Halldór Páll spilaði 16 leiki í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar og var valinn mikilvægastur hjá ÍBV á tímabilinu. 

ÍBV fékk á dögunum portúgalska markvörðinn Rafael Veloso í sínar raðir. Markvörðurinn Derby Carillo, sem var hjá ÍBV í fyrra, er hins vegar farinn frá félaginu, segir í frétt fotbolta.net.

Tags

ÍBV

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).