Ráðast á í greiningu á starfsemi Hraunbúða

22.Nóvember'18 | 05:08
IMG_0409

Fara á í greiningarvinnu á rekstrarkostnaði, þjónustu og mönnun Hraunbúða. Mynd/TMS

Á fundi bæjarráðs í vikunni var lögð var fram beiðni um fjármagn til að kosta greiningarvinnu á rekstrarkostnaði, þjónustu og mönnun Hraunbúða og samanburð við aðrar sambærilegar einingar.

Bæjarráð samþykkti beiðni um fjárheimild að upphæð 2,5 m.kr. til þess að ráðast í greiningu á rekstrarkostnaði Hraunbúða og gerð tillagna til úrbóta. Greiningin verður framkvæmd af Noltu-ráðgjöf og þjálfun. Kostnaðurinn rúmast innan fjárhagsáætlunar 2018. 

Var beiðnin samþykkt með tveimur atkvæðum E- og H-lista gegn einu atkvæði D-lista. 

Telur að fjármunum sé betur varið í beina þjónustu í málaflokknum

Í bókun minnihlutans um málið segir að fulltrúi Sjálfstæðisflokksins telji að fjármunum sveitarfélagsins sé betur varið í beina þjónustu í málaflokknum heldur en að eyða peningum í að fá fyrirtæki úr Reykjavík til að gera minnisblað um rekstur Hraunbúða og skoða rekstrartölur sem nú þegar liggja fyrir. 

Telja mikilvægt og nauðsynlegt að greina stöðu Hraunbúða

Meirihlutinn bókaði að í kjölfar funda sem bæjarfulltrúar áttu með starfsfólki og yfirmönnum á Hraunbúðum í haust kom fram vilji til þess að fara yfir þá þjónustu sem veitt er á Hraunbúðum. Meirihluti bæjarráðs telur mikilvægt og nauðsynlegt að greina stöðu Hraunbúða með það fyrir augum að efla þjónustu til framtíðar. 
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.