Engin lífsbjargandi þjónusta, engin sérhæfð bráðaþjónusta á HSU í Eyjum

Andvaraleysi ráðuneytisins og stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ef ekki sinnuleysi gagnvart þessu hættuástandi er óviðunandi

22.Nóvember'18 | 07:19
pall_magnusson_eyjar.net

Páll Magnússon

„Það er svo að það er engin lífsbjargandi þjónusta, engin sérhæfð bráðaþjónusta, á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Það tekur slasaða í Eyjum a.m.k. tvöfalt lengri tíma að komast í slíka þjónustu en aðra. Viðmið á landsvísu er 45 mínútur, en Eyjamenn búa við a.m.k. 90 mínútur.”

Þatta sagði Páll Magnússon á þinginu í gær eftir fund sem hann og nokkrir þingmenn Suðurkjördæmis áttu með bæjarráði og bæjarstjóra Vestmannaeyja sem þá voru nýkomnir af fundi með heilbrigðisráðherra. 

„Þetta á sér þá furðulegu forsögu að í byrjun árs 2013 var bækistöð sjúkraflutningavélar flutt frá Vestmannaeyjum til Akureyrar. Það var gert með þeirri skýru og skorinorðu réttlætingu að í Eyjum væri skurðstofa með lífsbjargandi þjónustu. Þeirri skurðstofu var svo lokað seinna sama ár, en flugvélin kom auðvitað ekki til baka.

Í fimm ár hefur sem sagt engin lífsbjargandi þjónusta eða sérhæfð bráðaþjónusta verið í Vestmannaeyjum og viðbragðstíminn til að komast í slíka þjónustu er a.m.k. tvöfalt lengri en annars staðar á landinu. Þetta er bókstaflega lífshættulegt ástand og verður að laga.

Andvaraleysi ráðuneytisins og stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ef ekki sinnuleysi gagnvart þessu hættuástandi er óviðunandi. Heilbrigðisyfirvöld verða að skilgreina hvað á að gera á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Ef þar á ekki að vera lífsbjargandi þjónusta verður að sjá til þess að fólk í lífshættu komist í slíka þjónustu á skikkanlegum tíma. Núverandi ástand í þessu máli er algjörlega óviðunandi.” sagði Páll enn fremur í ræðu sinni.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...