Björg­un stefnir á end­ur­nýj­un skipa

22.Nóvember'18 | 12:57
disa

Dísa er eitt af dæluskipum Björgunar. Ljósmynd/TMS

Fyrirtækið Björgun sem sinna mun viðhaldsdýpkun í og við Landeyjahöfn næstu þrjú árin stefnir að því að endurnýja að hluta skipakost félagsins á næstu misserum.

Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins. Þar segir enn fremur að annað hvort verði það gert með nýsmíði dæluskips eða fjárfestingu í notuðu skipi. Ljóst er þó ferlið mun taka töluverðan tíma.

Á grundvelli tilboðs Björgunar sem byggði á útboðsgögnum Vegagerðarinnar vegna dýpkunar Landeyjarhafnar á tímabilinu 2019 – 2021 hefur verksamningur verið undirritaður á milli þessara aðila um verkefnið. Tilboð Björgunar var metið hagstæðast sé tekið tillit til samanlagðs stigaskors fyrir tilboðsverð og tæknilega getu skv. mati Vegagerðarinnar. Björgun bauð núverandi skipa- og tækjabúnað félagsins til verksins sem henta við mismunandi aðstæður og á mismunandi dýpkunarsvæðum, segir einnig í fréttinni.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.