Tryggvi Már Sæmundsson skrifar:
Rétt skal vera rétt
21.Nóvember'18 | 11:57Í gærmorgun fjallaði Eyjar.net um rangfærslur í bókun meirihlutans í umhverfis- og skipulagsráði. Síðar sama dag kom illskiljanlegt viðbragð við umfjölluninni frá formanni ráðsins.
Tvær rangfærslur í einni bókun
Í umfjöllun Eyjar.net var það einkum tvennt sem að bent var á að ekki væri rétt í bókun meirihlutans um málið. Hið fyrra var að tjaldsvæðið væri búið að vera á þessum stað í 5 ár. Rétt er að tjaldsvæðið hefur verið notað í 9 ár. Um það þarf ekki að deila, þó svo að formaðurinn vilji frekar tala um 5 ár.
Seinni rangfærslan í bókun meirihlutans er að ákvörðunin hafi ekki farið formlega inn í ráðið og því engin gögn til um ákvörðunina. Á það var bent í umfjöllun Eyjar.net að þetta var tekið fyrir í umhverfis og skipulagsráði árið 2010, á fundi nr. 121 og afstöðumynd fylgdi með.
Leituðu ekki nógu langt aftur í tímann
Eðlilega skil ég þetta þegar að um nýgræðinga í pólitík er að ræða, sem að þurfa tilsögn innan stjórnsýslunnar. Í þessu tilfelli leituðu fulltrúar meirihlutans bara ekki nógu langt aftur í tímann. Þá er líka mikilvægt að gangast við því, þakka fyrir leiðréttingar og biðja einfaldlega bara afsökunar.
Formaðurinn skilur ekki af hverju fjallað var um í fréttinni að stofnaður hafi verið stýrihópur um Þjóðhátíð síðsumars 2008. Um það var fjallað svo að kjörnir fulltrúar sem fjalla um þessi mál í dag átti sig betur á sögunni og skilji að hugað var vel að öllum þessum málum á stærsta vaxtaskeiði Þjóðhátíðar.
Í umræddum stýrihóp sátu Elliði Vignisson, Páll Scheving, Birgir Guðjónsson, Tryggvi Már Sæmundsson, Sigurjón Andrésson og Ólafur Þ Snorrason. Á þessum árum var verulega miklu áorkað í tengslum við alla umgjörð og sjálft hátíðarsvæðið á Þjóðhátíð.
Það er hlutverk fjölmiðla að að fylgjast með, upplýsa almenning og benda á ef rangt er farið með.
Tryggvi Már Sæmundsson
Ritstjóri
Höfundur: Tryggvi Már Sæmundsson
Ritstjóri og útflutningsstjóri. Fæddur í Vestmannaeyjum árið 1976.
Netfang: tryggvi@eyjar.net
Áskorun til þjóðhátíðarnefndar
6.Júlí'21 | 12:51Íbúalýðræði í orði en ekki á borði
30.Janúar'21 | 08:30Vöndum okkur í viðspyrnunni
10.Desember'20 | 10:40Vestmannaeyjar, hvað er það?
4.September'20 | 13:36Sýnum samfélagslega ábyrgð
30.Júlí'20 | 10:35Taktleysi?
9.Júlí'20 | 11:47Er hlutlaus fjölmiðlun draumsýn?
29.Janúar'20 | 07:52Næst getur töfin kostað mannslíf
9.Janúar'20 | 11:04Ákvarðanir stjórnar Herjólfs ohf. þurfa að endurspegla vilja eigandans
6.Desember'18 | 11:02Hver var svívirtur?
20.Október'18 | 17:56Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.