Eftir Ásmund Friðriksson

Útþynntar hefðir Alþings

20.Nóvember'18 | 06:11

Nokkrir þingmenn hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að leggja niður ávarpsorð á Alþingi. Ég ætla að fjalla stuttlega um nokkra siði og venjur Alþingis, en fyrst þessi inngangur;

Við þekkjum það flest að hafa tekið þátt í umræðum á kaffistofunni um ákvarðanir Alþingis og  málflutning þingmanna. Þær umræður eru ekki alltaf uppbyggilegar, litaðar af pólitískum skoðunum í hita leiksins. Ég er ekki öðru vísi en aðrir og hef hraunað yfir þingmenn og sent þeim misfallegar kveðjur úr kaffistofunni í gegnum árin. Það var ekki allt fallegt og ég er ekki hreykinn af því. Og nú er ég einn af þeim, skotspónn umræðunnar og fæ framlag mitt til umræðunnar margfalt til baka. Gott á mig.

Ég fæ margar heimsóknir í Alþing. Fólk sem er með erindi við mig og svo hópar sem vilja skoða og sjá Alþingishúsið og kynnast starfinu þar fá aðra og betri mynd af þinginu og þingmönnum eftir stutta stund með mér. Ég hef sagt einstaklingum og hópum sem heimsækja mig frá þátttöku minni í slíku spjalli og frá þeim þingmönnum sem fengu að heyra það frá mér. En hver er svo reynsla þessa þingmanns sem hér situr og skrifar þessa grein á skrifstofu sinni í Alþingi.

Upplifunin er auðvitað alveg á hvolfi við spjallið í kaffistofunni sem hann sótti sem mest hér á árum áður, þar sem sigurvegarinn var oftast sá sem toppaði umræðuna. Í minni stuttu útgáfu eru þingmenn afar fjölhæfir og vel gerðir einstaklingar sem sinna sínum hugsjónum og störfum af mikilli alúð. Það vilja allir leggja sitt af mörkum að bættu þjóðfélagi en við erum ekki sammála um hvaða leið við förum að settu marki. Þetta geta gestir mínir staðfest.

Bindi og jakkaföt

Ég ætla ekki út í dægurþras eða umræðu dagsins þegar ég skrifa þessa grein. Ég ætla heldur ekki að hlusta á þá sem segja að það séu ekkert nema fífl og hálvitar á Alþingi Íslendinga og þeim eigi öllum að henda til andskotans.  Það er þingsályktun nokkurra þingmanna sem rak mig í þessi skrif, en þeir leggja til að hætt verði að nota ávarpsorð, háttvirtur þingmaður og hæstvirtur ráðherra í ræðum í þinginu. 

Allar tillögur um útþynningu á hefðum, siðum, ávörpum og klæðnaði þingmanna í þingsal verða til þess að veikja Alþingi og sérstöðu þess og virðingu sem löggjafarþing. Það er löngu vitað að félög og reglur sem best hafa staðist tímans tönn gera það vegna þess að þar er haldið í hefðir og siði. Í mínum huga er útþynning á þeim reglum sem gilda um klæðnað þingmanna í þingsal til þess eins að veikja virðingu fyrir starfinu og þeirri ásýnd og umgjörð sem er um löggjafaþingið.

Hvað kemur í veg fyrir að þingmenn klæðist jakkafötum, skyrtu og bindi eins og reglur kveða á um. Ég mæti sumum þessara þingmanna sem treysta sér ekki til að fara að reglum um klæðnað í þinginu á Herrakvöldum félagasamtaka úti í bæ klædda samkvæmt reglum þingsins, en á ekki á vinnustað. Af hverju mæta þingmenn í kakíbuxum, áprentuðum bolum með teygt hálsmál og þvældum jökkum í þingsal.

Klæðnaður sem varla gengur á veitingahús með sæmilega sjálfsvirðingu. Svo ég tali nú ekki um að ganga um þingsal og Alþingishúsið á sokkalestunum, jafnvel þó þeir sé stundum fallega skreyttir eins og sá sem klæðist þeim sé á leið í náttfatapartí. Jafnvel Costco bannar fólki að vera á sokkalestunum í búðinni eins og lesa má við innganginn í búðina.

Í mínum huga eiga þeir sem setja leikreglur samfélagsins að fara sjálfir að þeim reglum og hefðum sem þeim eru settar á Alþingi Íslendinga, án þess að þynna þær út.

 

Ásmundur Friðriksson, alþingismaður.

 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).