Silja Rós Guðjónsdóttir skrifar:

Skiptir ekki máli hvaðan góð hugmynd kemur, eða hvað?

20.Nóvember'18 | 23:57
silja_ros_lit

Silja Rós Guðjónsdóttir

Í gær sat undirrituð fund fræðsluráðs nr. 310 þar sem að nýju var tekin fyrir tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um framtíðarsýn húsnæðismála GRV. 

Tillagan fólst í því stofnaður yrði starfshópur sem myndi hafa það hlutverk að skoða kosti þess að byggja við Hamarskóla þannig að þar rúmist starfsemi Tónlistarskólans og frístundavers, einnig að þar verði matar- og hátíðarsalur fyrir starfsemi skólanna. Markmið hópsins átti m.a. að vera að koma með lausnir fyrir skólana og frístundaver með það að leiðarljósi að koma á rekstrarhagræðingu, bæta aðstöðu Hamarsskóla, auka aðgengi að tónlistarnámi og koma í veg fyrir fækkun barna í tónlistarnámi, stytta vinnudag barnanna og ýta þannig undir samverustundir fjölskyldunnar og almennt gera fræðsluumhverfið aðgengilegra fyrir börn. Málið var upphaflega lagt fyrir á fundi fræðsluráðs nr. 309 þar sem fulltrúar meirihluta tóku jákvætt í tillöguna en lögðu til frestunar til næsta fundar.

Á fundinum í gær bjóst ég því við því að tillagan myndi hljóta brautargengi en annað kom á daginn. Meirihlutinn hafnaði tillögunni, að því er virðist einungis til þess að leggja fram nánast nákvæmlega sömu tillögu. Ég get ekki annað en furðað mig á þessum vinnubrögðum, sérstaklega í ljósi þess að í aðdraganda kosninga ritar Njáll Ragnarsson oddviti Eyjalistans og formaður bæjarráðs að minnsta kosti í tvígang að það skipti nú engu máli hvaðan góðar hugmyndir kæmu. Orðrétt segir hann í grein sinni 23.maí “Við heitum því að styðja við öll góð mál er til framfara horfa fyrir bæjarfélagið og skiptir þá ekki máli hver kom fyrst fram með hugmyndina því allar góðar hugmyndir þarf að ræða og koma í framkvæmd” þetta endurtekur hann í grein sinni daginn eftir "Við höfum viljað og við ætlum áfram að vinna að öllum góðum málum er til framfara horfa fyrir bæjarfélagið. Við munum ekki fara í keppni um það hver kemur fyrstur með góðar hugmyndir. Sjálfsdýrkun okkar er ekki á því stigi að við getum ekki sameinast um góð mál." Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins studdum að sjálfsögðu tillögu meirihlutans varðandi þetta mál, enda nánast samhljóða þeirri tillögu sem við höfðum lagt fram, enda er það ekki einungis í orði þegar við segjumst styðja góð mál.

 

Að gefnu tilefni

Fyrst ég er nú byrjuð að hripa hér eitthvað niður þá er ágætt að taka það fram að formaður bæjarráðs fór með ósannindi í grein sinni “Ólgan í pólitíkinni”. Þar heldur hann því fram að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði mæti á fundi án þess að svo mikið sem kynna sér fylgigögn, hann bætir svo við að við höfum ekki viljað kynna okkur ákveðin gögn þar sem þau voru ekki frá “réttum aðilum”.

Ég tel mig því knúna til þess að leiðrétta þessar rangfærslur og koma því á framfæri að undirrituð og Ingólfur Jóhannesson sem situr með mér í fræðsluráði fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins höfum ávallt kynnt okkur málin vel og farið í sameiningu yfir þau fylgigögn sem fylgja með fundarboði fyrir hvern fund. Það er hins vegar ekki hægt að kynna sér gögn sem ekki fylgja með fundarboði eða veita ekki fullnægjandi upplýsingar til að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun.

Fullyrðingar formanns bæjarráðs um fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði eru því ekki réttar og að halda því fram að við komum óundurbúin á fund er bæði dónaskapur og lygi og ekki formanni bæjarráðs til framdráttar. Að birta grein fulla af ósannindum og upphrópunum og enda hana svo á að spurja hvort við ættum nú ekki öll að róa í sameiningu um lygnan sjó? Ég persónulega tel þetta vera mjög einkennilega leið til að róa að því markmiði.

Ég harma það að meirihlutinn hafi hafnað tillögu okkar en fagna því jafnframt að vinnan við þetta stóra og mikilvæga verkefni mun nú fara af stað. Þetta mun vera fyrsta skref í átt að betri þjónustu Hamarskóla, Tónlistarskóla og frístundavers sem eru frábærar fréttir fyrir fjölskyldufólk í Vestmannaeyjum sem og aðra bæjarbúa.

 

Silja Rós Guðjónsdóttir

Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fræðsluráði

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).