Uppfærð frétt

Hvalshræ í Klaufinni

19.Nóvember'18 | 16:50
hvalshrae_i_klaufinni

Hér má sjá hvalinn í fjörunni. Ljósmyndir/TMS

Hvalshræ hefur rekið upp í fjörunna í Klaufinni. Þegar betur er að gáð má sjá að hausinn er farinn af hvalnum. Af hræinu að dæma er ekki langt síðan að hvalurinn drapst.

Ljósmyndari Eyjar.net smellti nokkrum myndum af hræinu, sem sjá má hér að neðan.

Uppfært 20.11.18

Hvalurinn sem um ræðir er Norðsnjáldri og er hann nú til rannsóknar hjá Hafrannsóknarstofnun.

Norðsnjáldri er 5 til 5,5 metrar á lengd og allt að 1,5 tonn á þyngd. Hausinn er fremur lítill og frammjór og undir honum eru tvær húðfellingar sem liggja samsíða kjálkabeinunum. Trýnið er meðallangt og ekki afmarkað frá enninu. Oftast eru dýrin grá á lit, dekkri á baki en á kviði. Hornið er fremur lítið og aftan við mitt bak. Bægslin eru lítil en þó hlutfallslega stærri en á öðrum svínhvölum.

Það sérkennilegasta við norðursnjáldra og aðra svínhvali er að dýrið hefur bara eitt par af tönnum. Kýr norðursnjáldra eru þó tannlausar. Tennur tarfanna eru framan við miðju kjálkabeinsins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.