Lóa Baldvinsdóttir Andersen skrifar:

#hasstagglífið

18.Nóvember'18 | 19:04

Lífið er núna....

Liffa og njódda, eða er það njódda og liffa, man það aldrei.....

Munum að njóta...

Lifum í núinu...

Njótum augnabliksins....

Þessar setningar tröllríða öllu þessa dagana og vikurnar. Yfirleitt fylgir þessum orðum myndir af sólsleiktum bíkiníkroppum, tásumyndir af ströndinni, myndir af girnilegum mat á Grillmarkaðnum, kossamynd í kvöldsólinni, framandi kokteilar með regnhlífum og hrásykri og svo videre eins og mamma mín myndi segja.

Þessar setningar eru svo sannarlega sannar og við verðum að hafa í huga að njóta þess að vera hér og nú, njóta augnabliksins og gera það besta úr því sem við höfum.Ég hef samt velt þessu verulega fyrir mér því ég fann að þessar myndir á samfélagsmiðlum merktar með þessum orðum voru farin að valda mér óþægindum. Ég skrifaði það fyrst á afbrýðissemi, ég væri auðvitað bara að kafna úr öfundsýki því ég gæti ekki birt myndir af mér í nautahlaupi á Spáni og hasstaggað #lífiðernúna. En eftir því sem ég hugsaði þetta meira og betur og ræddi þetta við fólk í kringum mig komst ég að því að ég er bara núll öfundsjúk.

En það sem ég finn fyrir er gríðarleg pressa að vera alltaf að gera eitthvað magnað, taka mynd af því og hasstagga það. Ég var farin að fá samviskubit yfir því að vera ekki alltaf að baka hnallþórur, prjóna 17 lopapeysur á meðan ég tók slátur og missti 15 kíló. Jesús minn hugsaði ég, ég er alltaf bara heima, fer í Krónuna og horfi á Margra barna mæður. Hjálp hvað mér fannst ég hallærisleg og glötuð eitthvað. Það fór hrikalega í taugarnar á mér að mér liði svona þvi mér er í grunninn svo slétt sama hvað aðrir eru að gera og mér er líka slétt sama um hvað öðrum finnst um mig.

Þannig að ég hef tekið ákvörðun, ég ætla að njóta þess að vera til, þakka meira að segja fyrir það að vera til. Mér finnst fokk leiðinlegt að fara í búð og þess vegna ætla ég ekki að hasstagga Bónusferðina með #njótaaugnabliksins. En ég elska að drekka hvítt með vinkonum mínum og vera glöð í öxlunum svo ég ætla svo sannarlega að hasstagga myndirnar frá þeim gjörningi með #liffaognjódda og hendi ábyggilega líka í #bestuvinkonuríheimi, án þess að blikna. Ég ætla líka að hasstagga mynd af mér, brjóstarhaldaralaus í náttfötum #svogamanaðveratil og svo mun ég missa mig í hasstöggum um jólin þegar ég eyði tíma með fólkinu mínu sem ég elska mest og þá fáið þið sko að sjá fullt af #elskamest.

Lífið er svo sannarlega núna en það er ekki bara lífið sem fram fer á glansmyndum samfélagsmiðla. Nei lífið er líka núna þegar þú færð ælupest, rífst við makann þinn, finnst börnin þín óþolandi og pantar pizzu þriðja daginn í röð því þú nennir ekki að elda. Höfum hugfast að á bakvið sumar myndir á samfélagsmiðlum liggur mikil vinna við að kroppa, hælæta, photosjoppa og filtera til þess að gera myndina sem mest spennandi og til þess að hún fái sem mest læk.

Filtera ég myndir-Já oft en ég get svariða að ég myndi aldrei photosjoppa á mig minni maga(þó vissulega veiti ekki af), stærri augu, stærri rass eða nokkuð annað. Ég veit ekkert hallærislegra en þegar ég sé myndir af fólki sem ég sá í Kroks-skónum í Krónunni í gær og með augnsýkingu er allt í einu komin með stór, blá augu sem ekki séns er að augnsýking hafi nokkurn tímann komið í......Þetta kalla ég ,,feik" gott fólk og mér er alveg sama þó þið séuð á öðru máli en ég.

Haldið áfram að njóta elsku fólkið mitt og haldið áfram að hasstagga, ég elska að skoða myndir vina minna á samfélagsmiðlum. En höfum samt hugfast að sýna líka stundum myndir af því sem ,,venjulegt" líf býður okkur upp á. Allavega elska ég mest myndir af hamingjusömu fólki sem er algerlega ófótosjoppað að borða popp í sófanum heima hjá sér....Alvöru fólk í alvöru aðstæðum-Elska það :-)

#tillífsogtilgleði

 

Lóa :-)

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).