Uppfærð frétt

Lóðsinn aðstoðaði Mykines að komast út úr Þorlákshöfn

17.Nóvember'18 | 13:48
lodsinn_landey

Lóðsinn fór í Þorlákshöfn í gær. Ljósmynd/ÓT

Leiðindaveður er nú Eyjum sem hófst um hádegisbil í gær. Herjólfur náði að fara eina ferð í Landeyjahöfn í gærmorgun en sigldi síðdegis til Þorlákshafnar. Ferðin heim tók á fimmta klukkutíma vegna veðurs og sjólags.

Þá fór Lóðsinn fór til Þorlákshafnar í gær til aðstoðar við fraktskipið Mykines við að komast út úr höfninni. Heimferð Lóðsins tók um sjö klukkutíma.

Ísleifur VE í vandræðum innan hafnar

Lóðsinn var svo kallaður aftur út skömmu eftir að hann kom til hafnar í Eyjum í morgun. Þá var Ísleifur VE að slitna frá bryggju og var hann búinn að slíta allar landfestingar, fyrir utan eina. 

Flugfélagið Ernir hefur aflýst öllu flugi í dag en Herjólfur heldur hins vegar uppi áætlun til Þorlákshafnar í dag (sjá nánar neðar). Halldór B. Halldórsson var á ferðinni með myndavélina í óveðrinu í gær og má sjá upptökuna hér að neðan.

Seinni ferð Herjólfs fellur niður

Uppfært kl. 15.30

Seinni ferð Herjólfs, frá Vestmannaeyjum 16:00 og frá Þorlákshöfn 19:15 í dag laugardag 17. nóvember fellur niður vegna sjólags.
Herjólfur er enn á leið til Vestmannaeyja, áætluð koma er 17:30. Herjólfur siglir samkvæmt áætlun til Þorlákshafnar á morgun sunnudag 18. nóvember.

Tags

Lóðsinn

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).