Uppfærð frétt

Lóðsinn aðstoðaði Mykines að komast út úr Þorlákshöfn

17.Nóvember'18 | 13:48
lodsinn_landey

Lóðsinn fór í Þorlákshöfn í gær. Ljósmynd/ÓT

Leiðindaveður er nú Eyjum sem hófst um hádegisbil í gær. Herjólfur náði að fara eina ferð í Landeyjahöfn í gærmorgun en sigldi síðdegis til Þorlákshafnar. Ferðin heim tók á fimmta klukkutíma vegna veðurs og sjólags.

Þá fór Lóðsinn fór til Þorlákshafnar í gær til aðstoðar við fraktskipið Mykines við að komast út úr höfninni. Heimferð Lóðsins tók um sjö klukkutíma.

Ísleifur VE í vandræðum innan hafnar

Lóðsinn var svo kallaður aftur út skömmu eftir að hann kom til hafnar í Eyjum í morgun. Þá var Ísleifur VE að slitna frá bryggju og var hann búinn að slíta allar landfestingar, fyrir utan eina. 

Flugfélagið Ernir hefur aflýst öllu flugi í dag en Herjólfur heldur hins vegar uppi áætlun til Þorlákshafnar í dag (sjá nánar neðar). Halldór B. Halldórsson var á ferðinni með myndavélina í óveðrinu í gær og má sjá upptökuna hér að neðan.

Seinni ferð Herjólfs fellur niður

Uppfært kl. 15.30

Seinni ferð Herjólfs, frá Vestmannaeyjum 16:00 og frá Þorlákshöfn 19:15 í dag laugardag 17. nóvember fellur niður vegna sjólags.
Herjólfur er enn á leið til Vestmannaeyja, áætluð koma er 17:30. Herjólfur siglir samkvæmt áætlun til Þorlákshafnar á morgun sunnudag 18. nóvember.

Tags

Lóðsinn

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).