Bygging raðhúsa í Foldahrauni samþykkt
16.Nóvember'18 | 06:54Engar athugasemdir bárust í grenndarkynningu á byggingu tveggja raðhúsa í Foldahrauni. Til stendur að byggja tvö fimm íbúða raðhús á einni hæð með innbyggðum bílgeymslum. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti byggingaráform lóðarhafa.
Í fundargerð ráðsins segir:
2. Foldahraun 9-13. Umsókn um byggingarleyfi
Tekin fyrir að nýju erindi lóðarhafa Foldahrauni 9-13. Ragnar Már Svansson Michelsen fh. Masala ehf. sækir um leyfi fyrir að byggja fimm íbúða raðhús á einni hæð með innbyggðum bílgeymslum. Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 1.mgr. 44.gr. Skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
3. Foldahraun 14-18. Umsókn um byggingarleyfi
Tekin fyrir að nýju erindi lóðarhafa Foldahrauni 14-18. Ragnar Már Svansson Michelsen fh. Masala ehf. sækir um leyfi fyrir að byggja fimm íbúða raðhús á einni hæð með innbyggðum bílgeymslum. Umsóknin hefur verið grenndarkynnt í samræmi við 1.mgr. 44.gr. Skipulagslaga. Engar athugasemdir bárust.
Niðurstaða
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
Þessu tengt: 38 íbúðir í byggingu í dag og 18 íbúðir í umsóknarferli
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is