Unnið að opnun bókhalds bæjarins

15.Nóvember'18 | 05:10
fartolva_blad_minni

Hægt verður að nálgast fjárhagsupplýsingar bæjarins með myndrænni og einfaldri leið.

Í árslok í fyrra sagði Rut Haraldsdóttir þáverandi framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar í samtali við Eyjar.net að til stæði að opna bókhald bæjarins nú í ár.

1.000.000 kr. var í fjárhagsáætlun 2018 til verksins. Enn á þó eftir að opna bókhaldið. 

Síðan þetta viðtal var birt hefur reyndar ýmislegt breyst hjá Vestmannaeyjabæ. Þáverandi meirihluti féll um mitt ár og í framhaldinu hættu bæði Elliði Vignisson, bæjarstjóri sem og Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs. 

Eyjar.net sendi fyrirspurn inn til Vestmannaeyjabæjar um hvar þetta mál væri nú statt tæpu ári eftir að frá þessu var greint. Til svara var Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri. Hún segir undirbúninginn að opnun bókhalds Vestmannaeyjabæjar vera langt á veg kominn.

Gert er ráð fyrir að opna bókhaldið í ár

„Unnið er að opnun bókhalds á sérstakri vefsíðu í samstarfi við Wise, sem sérhæfir sig í lausnum fyrir Microsoft Dynaicms NAV bókhalds- og viðskiptahugbúnaðinum, sem Vestmannaeyjabær notar fyrir bæjarsjóðinn. Upplýsingar um bókhald sveitarfélagsins verða sóttar beint í bókhaldskerfið, þar sem stuðst verður við vöruhús gagna og Microsoft Power BI við hýsingu, útfærslu og framsetningu. Hægt verður að nálgast fjárhagsupplýsingar bæjarins með myndrænni og einfaldri leið. Gert er ráð fyrir að opnun bókhaldsins geti farið fram mjög fljótlega og ekki síðar en í desember.” segir Íris.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Þjóðhátíðartjald til sölu

16.Október'20

Er með til sölu þjóðhátíðartjald með innbúi. Þrír bekkir, kommóða og borð fylgir með, auk skrauts. Verð 300.000,- Nánari upplýsingar veitir Viktor í síma 845-0533.  

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%