Eyþór Harðarson skrifar:

Mega Eyjamenn ekki vita kostnaðinn?

15.Nóvember'18 | 06:15
eythor_hardarson

Eyþór Harðarson

Þar sem eyjamiðlarnir eru duglegir við að upplýsa bæjarbúa úr fundargerðum Vestmannaeyjabæjar, þá er tilefni til að skrifa um afar sérstaka bókun frá nefndarmönnum E og H listans í umhverfis og skipulagsráði þann 13.nóvember 2018 sem sjá má á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. 

Ég varð orðlaus þegar ég las þessa bókun í heild sinni og þurfti að lesa hana nokkrum sinnum til að fullvissa mig um skilning á henni.

Eins og flestir vita þá er þjóðhátíðin það mikilvæg fjáröflun fyrir ÍBV Íþróttafélag og marga rekstraraðila í bænum, að bæjarbúar taka almennt höndum saman um að sína mannmergðinni þolinmæði og skipuleggjendur hátíðarinnar leggjast á eitt með að koma þessu þannig fyrir að sem minnst röskun verði í íbúðahverfum bæjarins. Ein af stóru ákvörðunum fyrir nokkrum árum var að Vestmannaeyjabær ákvað að svara kvörtunum bæjarbúa með tjaldsvæði á lóðum um allan bæinn, með því að girða stóra óbyggða lóð við Áshamar og bjóða uppá tjaldsvæði á meðan hátíðin stæði yfir. Almennt voru bæjarbúar ánægðir með þetta framtak, þó svo að íbúar við Áshamar hafi fengið meiri umferð í sínu hverfi, þá sjá allir að einhvernveginn þarf að leysa þessi mál og þótti þetta góð lausn.

Nú sér E listinn sér ekki annað fært en að bóka gegn þessu fyrirkomulagi mörgum árum eftir að þetta byrjaði og segja að þetta hafi aldrei verið afgreitt í kerfinu og gefið í skyn að eitthvað óeðlilegt sé í gangi. Hefði E listinn ekki mátt gera athugasemdir við þetta fyrr ef þau höfðu eitthvað við þetta að athuga ?

Síðan kemur rúsinan í pylsuendann í bókuninni frá  E og H listanum. En þar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndir fyrir það að gefa Eyjamönnum og skattgreiðendum upp áætlaðan kostnað við nýtt tjaldsvæði uppá þriðja tug milljóna sem notað væri 5 daga á ári. Í bókuninni er okkur bent á að það sé ekki okkar verkefni að meta kostnað við ákvarðanir. En margoft höfum við bent þeim á ódýrari lausnir í þessu máli þó svo að þau kjósi að segja annað.

Almennt tíðkast reyndar a.m.k. hjá opinberum aðilum að gefa upp kostnaðarmat áður en farið er í útboð.  H og E listinn vilja breyta þessu.  Enginn má vita hversu marga tugi milljóna tjaldsvæðið eigi að kosta fyrr en kostnaðurinn er fallinn. Var ekki lofað gagnsæi ?

Ég vona að sérfræðingarnir í E og H listanum vinni ekki lengi í ráðum bæjarins með þann skilning að leiðarljósi að fjármunir skipti ekki máli við ákvarðanatökur – ef ekki þá verða þau ekki lengi að sigla skútunni í strand.

 

Eyþór Harðarson, nefndarmaður í umhverfis og skipulagsráði fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).