Fréttatilkynning:

Fjör og alvara í Ásgarði um helgina

15.Nóvember'18 | 14:18
hildur_helga_sams

Hildur Sólveig og Helga Kristín. Mynd/samsett

Sjálfstæðisfélögin bjóða velunnurum sínum upp á fræðslu í sveitarstjórnarmálum líðandi stundar laugardaginn nk. 17. nóvember kl. 17:00 undir yfirskriftinni Hin pólitíska alda stigin; Ólga í Eyjum. 

Þær stöllur Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Helga Kristín Kolbeins leiða fræðsluna og tvinna saman aðferðafræði í sveitarstjórn við líðandi stund í pólitíkinni hér í Eyjum. Mikið hefur gengið á þessa fyrstu mánuði kjörtímabilsins og því ekki verra að líta létt yfir farinn veg.

Súpumeistarar Ásgarðs bjóða svo gestum upp á súpu og Eyverjar fylgja í kjölfarið með létta bargátu (e. Pubquiz) og leiki og ennþá léttari veitingar. Sara Renee mætir svo á svæðið og syngur fyrir okkur af sinni alkunnu snilld.

 

Fréttatilkynning.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).