Yngvi Borgþórs nýr þjálfari Tindastóls
14.Nóvember'18 | 06:58Yngvi Magnús Borgþórsson er tekinn við Tindastól eftir að hafa komið Skallagrími upp úr 4. deildinni í sumar. Yngvi hefur mikla reynslu úr íslenska boltanum og á 260 leiki að baki fyrir meistaraflokk. Hann lék lengst af fyrir ÍBV en hefur reynslu úr öllum deildum íslenska boltans.
Það verður spennandi áskorun fyrir Yngva að taka við Stólunum, sem rétt björguðu sér frá falli úr 2. deildinni í sumar, með þremur sigrum í þremur síðustu leikjum tímabilsins.
„Yngvi mun flytjast búferlum á Sauðárkrók í byrjun janúar og hefja þá formlega störf hjá Tindastól," segir á vefsíðu Tindastóls.
„Það er stjórn Tindastóls mikið ánæguefni að gengið hafi verið frá ráðningunni og bindur hún miklar vonir við störf Yngva hjá félaginu. Við bjóðum Yngva innilega velkominn í Tindastól!!!"
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.