Stefnir á flug milli lands og Eyja

14.Nóvember'18 | 08:27
bakkaflugvollur_gudnastadir_med_merkingum

Neðst á myndinni er Bakkaflugvöllur. Efst eru Guðnastaðir. Skjáskot/map24.is

Sveit­ar­stjórn Rangárþings ytra hef­ur lagt til breyt­ingu á aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins til að hægt sé að koma upp flug­braut á bæn­um Guðnastöðum í Land­eyj­um. Til­laga þessi er í um­sagn­ar­ferli fram að jól­um.

Í til­lög­unni kem­ur fram að um er að ræða eina flug­braut, 80 x 1.100 metra á túni í landi Skækils/​Guðnastaða við Bakka­veg í Land­eyj­um.

„Á Guðnastöðum eru hús sem nýst geta sem flug­skýli og því er staðsetn­ing flug­braut­ar í landi Skækils tal­in hag­kvæm og heppi­leg. Skort­ur er á flug­skýl­um á svæðinu, þ.ám. við Bakka­flug­völl. Þar sem ábú­and­inn á Guðnastöðum er aðili að flug­fé­lag­inu Arctic Wings og áform eru um að nota flug­braut­ina til að geta flogið milli lands og Eyja en Bakka­flug­völl­ur er í út­leigu til ann­ars flug­fé­lags,“ seg­ir í til­lög­unni, sem um er fjallað í Morg­un­blaðinu í dag.

 

Mbl.is greindi frá.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...