Dýpkunarskipið á förum

14.Nóvember'18 | 12:11
galilei_kvedur

Brottför undirbúin. Ljósmynd/TMS

Galilei 2000 sinnti dýpkun í Landeyjahöfn í gær. Að öllu óbreyttu var það í síðasta skipti sem skipið gerir það, þar sem að Vegagerðin á í viðræðum við Björgun um dýpkun Landeyjahafnar næstu þrjú árin. Samningur Jan De Nul rennur út á morgun.

Sjá einnig: Björgun bauð lægst í dýpkun Landeyjahafnar

Björgun ehf. átti hagstæðasta tilboðið og var það rúmlega 75% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, en dýpka á mun minna en undanfarin ár í höfninni. Aðeins á að dæla 300.000 rúmmetrum á ári á samningstímanum. 

Í svörum siglingasviðs Vegagerðarinnar til Eyjar.net nú nýverið segir að með nýrri ferju sem ristir um 1,5 m minna en núverandi ferja þá þurfi að sjálfsögðu ekki að dýpka eins mikið. Stefnt er að því að dýpka frá sjó frá mars fram í maí og svo aftur frá september til nóvember eins og verið hefur að mestu raunin síðustu ár.

Belgíska fyrirtækið Jan De Nul, hefur annast dýpkun hafnarinnar undanfarin ár, og hefur fyrirtækið notað til þess tvö skip, annars vegar Taccola og hins vegar Galilei 2000. Góður árangur hefur náðst í dýpkun hafnarinnar á þessum tíma og er þeim þakkað fyrir þjónustuna við oft á tíðum mjög krefjandi aðstæður.

Binda verður vonir við að Björgun bæti tækjakost sinn, svo að áfram verði tryggt að lífæð Vestmannaeyja verði opin eins mikið og kostur er. Nýr samningur Vegagerðarinnar um dýpkun tekur í gildi í mars á næsta ári.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.