Dýpkunarskipið á förum

14.Nóvember'18 | 12:11
galilei_kvedur

Brottför undirbúin. Ljósmynd/TMS

Galilei 2000 sinnti dýpkun í Landeyjahöfn í gær. Að öllu óbreyttu var það í síðasta skipti sem skipið gerir það, þar sem að Vegagerðin á í viðræðum við Björgun um dýpkun Landeyjahafnar næstu þrjú árin. Samningur Jan De Nul rennur út á morgun.

Sjá einnig: Björgun bauð lægst í dýpkun Landeyjahafnar

Björgun ehf. átti hagstæðasta tilboðið og var það rúmlega 75% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, en dýpka á mun minna en undanfarin ár í höfninni. Aðeins á að dæla 300.000 rúmmetrum á ári á samningstímanum. 

Í svörum siglingasviðs Vegagerðarinnar til Eyjar.net nú nýverið segir að með nýrri ferju sem ristir um 1,5 m minna en núverandi ferja þá þurfi að sjálfsögðu ekki að dýpka eins mikið. Stefnt er að því að dýpka frá sjó frá mars fram í maí og svo aftur frá september til nóvember eins og verið hefur að mestu raunin síðustu ár.

Belgíska fyrirtækið Jan De Nul, hefur annast dýpkun hafnarinnar undanfarin ár, og hefur fyrirtækið notað til þess tvö skip, annars vegar Taccola og hins vegar Galilei 2000. Góður árangur hefur náðst í dýpkun hafnarinnar á þessum tíma og er þeim þakkað fyrir þjónustuna við oft á tíðum mjög krefjandi aðstæður.

Binda verður vonir við að Björgun bæti tækjakost sinn, svo að áfram verði tryggt að lífæð Vestmannaeyja verði opin eins mikið og kostur er. Nýr samningur Vegagerðarinnar um dýpkun tekur í gildi í mars á næsta ári.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).