55 ár frá því að Surtseyjargossins varð vart

14.Nóvember'18 | 15:08
surtsey_cr

Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum.

Í dag eru 55 ár liðin frá því að Surtseyjargossins varð fyrst vart. Menn urðu fyrst varir gossins klukkan 7:15 að morgni þess 14. nóvember árið 1963 þegar það braust upp úr yfirborði sjávar skammt frá fiskibátnum Ísleifi II frá Vestmannaeyjum. 

Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum og jafnframt sú næst stærsta. Eyjan er friðlýst og hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO frá 8. júlí 2008.

Á vef Heimaslóðar, sögu-, menningar- og náttúrufarsvefs Vestmannaeyjarbæjar, kemur fram að Surtsey er eina eyjan sem hefur myndast á sögulegum tíma við Ísland og myndaðist hún í mesta neðansjávareldgosi sem sögur fara af. Gosið magnaðist hratt og fjórum tímum eftir að tilkynnt var um gosið hafði gosmökkurinn náð 3.500 metra hæð. Næsta morgun sást að eyja hafði myndast. Er því ljóst að gosið hefur hafist einhverjum dögum áður en þess var vart. Gosið stóð með hléum fram til 5. júní 1967 eða í um þrjú og hálft ár. Ruv.is greinir frá.

Árið 1965 mynduðust tvær eyjar, Syrtlingur norðaustan við Surtsey og Jólnir, suðvestan við Surtsey. Báðar eyjarnar hurfu í hafið. Þá hefur Surtsey ekki farið varhluta af ágangi sjávar. Þegar gosinu lauk var stærð eyjunnar 2,7 ferkílómetrar en mældist 1,5 ferkílómetri árið 2002. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).