55 ár frá því að Surtseyjargossins varð vart

14.Nóvember'18 | 15:08
surtsey_cr

Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum.

Í dag eru 55 ár liðin frá því að Surtseyjargossins varð fyrst vart. Menn urðu fyrst varir gossins klukkan 7:15 að morgni þess 14. nóvember árið 1963 þegar það braust upp úr yfirborði sjávar skammt frá fiskibátnum Ísleifi II frá Vestmannaeyjum. 

Surtsey er syðsta eyjan í Vestmannaeyjaklasanum og jafnframt sú næst stærsta. Eyjan er friðlýst og hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO frá 8. júlí 2008.

Á vef Heimaslóðar, sögu-, menningar- og náttúrufarsvefs Vestmannaeyjarbæjar, kemur fram að Surtsey er eina eyjan sem hefur myndast á sögulegum tíma við Ísland og myndaðist hún í mesta neðansjávareldgosi sem sögur fara af. Gosið magnaðist hratt og fjórum tímum eftir að tilkynnt var um gosið hafði gosmökkurinn náð 3.500 metra hæð. Næsta morgun sást að eyja hafði myndast. Er því ljóst að gosið hefur hafist einhverjum dögum áður en þess var vart. Gosið stóð með hléum fram til 5. júní 1967 eða í um þrjú og hálft ár. Ruv.is greinir frá.

Árið 1965 mynduðust tvær eyjar, Syrtlingur norðaustan við Surtsey og Jólnir, suðvestan við Surtsey. Báðar eyjarnar hurfu í hafið. Þá hefur Surtsey ekki farið varhluta af ágangi sjávar. Þegar gosinu lauk var stærð eyjunnar 2,7 ferkílómetrar en mældist 1,5 ferkílómetri árið 2002. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.