Stuðningsyfirlýsingin kom ekki
Minnihlutinn skoraði á meirihluta bæjarstjórnar að lýsa yfir trausti á stjórn Herjólfs ohf.
13.Nóvember'18 | 05:09Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn síðastliðinn voru samgöngumál til umræðu. Þar bar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins upp eftirfarandi bókun:
„Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir mikilli ánægju með siglingaráætlun Herjólfs sem tekur gildi við komu nýs Herjólfs líkt og kom fram í bókun bæjarráðs. Þá fagna bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hóflegri gjaldtöku fyrir heimamenn og því að ekki þurfi lengur að leggja út tugi þúsunda fyrir inneignarkorti, en slíkt hefur verið mörgum þungur baggi og jafnvel óyfirstíganlegur.
Þá lýsa bæjarfulltrúar Sjálfstæðsflokksins yfir fullum stuðningi við stjórn Herjólfs ohf. Stjórnarmeðlimir hafa fjölbreytta reynslu, úr stjórnsýslu, atvinnulífi, rekstri, almennri þekkingu á samfélaginu og síðast en ekki síst yfirgripsmikla þekkingu á þeim samningi Vestmannaeyjabæjar við Vegagerðina sem tryggði samfélaginu miklar samgöngubætur. Sá ávinningur sem verður af verkefninu er samfélaginu mikils virði og ein meginforsenda þess að við náum að vaxa sem samfélag.
Við skorum á meirihluta bæjarstjórnar að lýsa yfir trausti á stjórn Herjólfs ohf. og þar með á verkefnið sjálft. Þannig getum við horft sameinuð á þetta stærsta hagsmunamál okkar Eyjamanna.” segir í bókun minnihlutans sem þau Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Trausti Hjaltason og Eyþór Harðarson skrifuðu undir.
Meirihlutinn varð ekki við áskorun Sjálfstæðisflokksins og var ofangreind bókun ekki rædd frekar á fundinum.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.