Sjúkraflug að meðaltali 2,7 skipti á viku

Á annað hundrað sjúkraflugferðir það sem af er ári milli lands og Eyja

13.Nóvember'18 | 10:23
thyrl_velli_st

Þyrla Gæslunnar undirbýr flugtak frá Eyjum með sjúkling. Myndin er tekin í síðustu viku. Mynd/TMS

Þegar rúmir tíu mánuðir eru liðnir af árinu hefur þurft að kalla til sjúkraflugvél eða þyrlu til sjúkraflutninga milli lands og Eyja í að meðaltali 2,7 skipti á viku. 

„Það eru komin 110 flug með Mýflugi það sem af er ári. Það er erfiðara að fá tölfræði hjá Landhelgisgæslunni en okkur hlutast til um að það séu um 10-12 þyrluflug það sem af er á þessu ári.” segir Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi í samtali við Eyjar.net.

Er þetta aukning frá því í fyrra. Um miðjan desember 2017 var Mýflug búið að fara 104 ferðir til Vestmannaeyja og Gæslan sinnti 3-5 útköllum. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er sjúkraflugið um 5,8% af allri flugumferð um völlinn hér í Eyjum, það sem af er árinu.

Árið 2016 var meðalkostnaður eins sjúkraflugs, miðað við öll sjúkraflug 584.793 kr. og má búast við að hann hafi hækkað umtalsvert síðan þá.

 

Fréttin hefur verið uppfærð.

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.