Myndir frá heimkomunni

Huginn VE í heimahöfn síðdegis í dag

Heimferðin gekk vel, segir skipstjórinn

13.Nóvember'18 | 15:13
huginn_stafk

Huginn VE siglir hér inn Vestmannaeyjahöfn. Ljósmyndir/TMS

Huginn VE 55 er nú á heimleið eftir umtalsverðar breytingar í Póllandi. Skipið fór í prufusiglingu frá Gdansk síðastliðinn föstudag en þar hefur skipið verið í breytingum í Alkor skipasmíðastöðinni. 

Breytingarnar fólu m.a í sér 7,2 metra lengingu en Huginn VE 55 var smíðaður árið 2001 í Chile. Huginn er vinnsluskip og fjölveiðiskip sem fiskar bæði í nót og flottroll. Heimferðin hefur gengið mjög vel að sögn Guðmundar Hugins Guðmundssonar, skipstjóra.

Búast má við að skipið verði í heimahöfn síðdegis í dag. Hér að neðan má sjá myndband af Huginn, sem tekið var í Póllandi. Þá má sjá myndir frá heimkomu skipsins í dag.

 

Fréttin var uppfærð kl. 17.30

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).