Myndir frá heimkomunni
Huginn VE í heimahöfn síðdegis í dag
Heimferðin gekk vel, segir skipstjórinn
13.Nóvember'18 | 15:13Huginn VE 55 er nú á heimleið eftir umtalsverðar breytingar í Póllandi. Skipið fór í prufusiglingu frá Gdansk síðastliðinn föstudag en þar hefur skipið verið í breytingum í Alkor skipasmíðastöðinni.
Breytingarnar fólu m.a í sér 7,2 metra lengingu en Huginn VE 55 var smíðaður árið 2001 í Chile. Huginn er vinnsluskip og fjölveiðiskip sem fiskar bæði í nót og flottroll. Heimferðin hefur gengið mjög vel að sögn Guðmundar Hugins Guðmundssonar, skipstjóra.
Búast má við að skipið verði í heimahöfn síðdegis í dag. Hér að neðan má sjá myndband af Huginn, sem tekið var í Póllandi. Þá má sjá myndir frá heimkomu skipsins í dag.
Fréttin var uppfærð kl. 17.30

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.