Myndir frá heimkomunni

Huginn VE í heimahöfn síðdegis í dag

Heimferðin gekk vel, segir skipstjórinn

13.Nóvember'18 | 15:13
huginn_stafk

Huginn VE siglir hér inn Vestmannaeyjahöfn. Ljósmyndir/TMS

Huginn VE 55 er nú á heimleið eftir umtalsverðar breytingar í Póllandi. Skipið fór í prufusiglingu frá Gdansk síðastliðinn föstudag en þar hefur skipið verið í breytingum í Alkor skipasmíðastöðinni. 

Breytingarnar fólu m.a í sér 7,2 metra lengingu en Huginn VE 55 var smíðaður árið 2001 í Chile. Huginn er vinnsluskip og fjölveiðiskip sem fiskar bæði í nót og flottroll. Heimferðin hefur gengið mjög vel að sögn Guðmundar Hugins Guðmundssonar, skipstjóra.

Búast má við að skipið verði í heimahöfn síðdegis í dag. Hér að neðan má sjá myndband af Huginn, sem tekið var í Póllandi. Þá má sjá myndir frá heimkomu skipsins í dag.

 

Fréttin var uppfærð kl. 17.30

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is