Elísa Kristmannsdóttir skrifar:

Uppbygging, breytingar og spennandi tímar framundan hjá fimleikafélaginu Rán

12.Nóvember'18 | 11:07

Haustið 2017 hóf fimleikafélagið Rán samstarf við fyrirtæki Bjarna Gíslasonar fimleikaþjálfara, Afreksþjálfun. Tilgangurinn var að auka fagmennsku í allri þjálfun og starfi félagsins, fjölga iðkendum hjá félaginu og byggja upp stefnu félagsins. 

Þegar svona lítið félag ræðst í svo stórt verkefni var þörf á auknu fjármagni og sóttum við um styrk til Vestmannaeyjabæjar, ÍSÍ, ÍBV héraðssambands og fyrirtækja í sveitarfélaginu. Við vorum, og erum, svo heppin að okkur var vel tekið og við fengum fjármagn til verkefnisins. Ákveðið var að halda samstarfinu áfram í vetur og kom Bjarni Gíslason og var með æfingahelgi fyrir iðkendur í október sl.

Þrátt fyrir mikla uppbyggingu í félaginu höfum við verið að ganga í gegnum miklar breytingar í haust. Því má nánast líkja við vaxtaverki. Sigurbjörg Jóna, sem hefur verið þjálfari hjá félaginu undanfarin ár hætti störfum og við höfum verið að fá til okkar nýja þjálfara. Þessu hafa óneitanlega fylgt einhverjar breytingar á æfingatímum en foreldrar hafa verið mjög skilningsríkir. Svo skemmtilega vildi til að einn iðkendahópurinn var svo stór að við þurftum að bregðast við því með því að skipta hópnum í tvennt og nú bjóðum við uppá tvo hópa fyrir iðkendur á aldrinum 4-5 ára.

Nataliya Ginzhul er með æfingar fyrir yngstu iðkendahópa félagsins, börn á aldrinum 2-6 ára. Ólöf Aðalheiður Elíasdóttir er með æfingar fyrir 7-8 ára krakka. Sara Jóhannsdóttir er með æfingar fyrir 9-11 ára krakka. Friðrik Benediktsson, Sara Jóhannsdóttir og Erna Sif Sveinsdóttir skipta með sér æfingum iðkenda sem eru 12 ára og eldri og svo er Friðrik Benediktsson einnig með strákahóp, 8 ára og eldri. Einnig var tekin sú ákvörðun að Anna Hulda Ingadóttir verður yfirþjálfari hjá félaginu á meðan við leitum að þjálfara í fullt starf.

Það urðu einnig mannabreytingar í stjórn félagsins í haust. Núverandi stjórn skipa: Helga Jóhanna Harðardóttir, Anna Hulda Ingadóttir, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir, Ragnheiður Borgþórsdóttir, Elín Þóra Ólafsdóttir og Elísa Kristmannsdóttir.

Undanfarin ár höfum við ekki verið með löglegan keppnisdans í hópfimleikum. Nú ætlum við að ráðast í það að kaupa þrjá keppnisdansa og fá til okkar dansþjálfara tvær helgar í vetur til að kenna þjálfurunum okkar og iðkendum dans. Þetta finnst okkur ótrúlega spennandi að gera og viljum taka þátt í Team-gym móti í Keflavík í mars nk. með dansatriðin okkar. Þetta kostar auðvitað talsverðan pening en eins og áður sagði höfum við átt góða bakhjarla sem við hyggjumst leita til um aðstoð. Allir styrkir eru vel þegnir því eins og alltaf gerir margt smátt eitt stórt.

Í sveitarfélagi eins og okkar er mikilvægt að við getum boðið uppá fjölbreytta íþróttaiðkun og afþreyingu fyrir börnin okkar. Styðjum vel við bakið hvert á öðru og hjálpumst að við að gera gott betra. Með ósk um bjarta tíma,

 

Fh. Ránar

Elísa Kristmanns.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).