Vinnslustöðin með bás á Kínasýningu

9.Nóvember'18 | 16:19
vsv.is_sindri

Sindri Viðarsson ræðir hér við áhugasaman viðskiptavin. Mynd/vsv.is

„Við erum lukkulegir með hvernig til tókst, enda var mikil gestagangur í VSV-básnum og talsvert um fyrirspurnir frá fólki og fyrirtækjum sem við höfum ekki hitt áður,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni.

Sindri og Yohei Kitayama, sölumaður í Austur-Asíu, stóðu vaktina fyrir Vinnslustöðina í vikunni á bás fyrirtækisins á sjávarútvegssýningunni China Fisheries & Seafood Expo í Qingdao í Austur-Kína. Sex íslensk fyrirtæki kynntu þar sjávar- og eldisafurðir ásamt VSV: Iceland Pelagic, Icelandic Asia, Íslandslax, Triton og Life Iceland.

Þá var kynnt vottun og ábyrgar veiðar Íslendinga undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. Sýningin er sú stærsta sinnar tegundar í Asíu með um 1.500 sýnendur og 30 þúsund gesti. Hún stóð yfir 7.-9. nóvember, að því er segir í frétt á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar.

„Við höfum verið þarna oft áður og sáum mörg ný andlitað núna. Það er ánægjulegt og tengist góðu sambandi VSV við kaupendur í þessum heimshluta. Við skiljum vel gæðaviðmið og kröfur kaupendanna sem starfsfólk VSV uppfyllir og nýja uppsjávarvinnslan með blástursfrystum afurðum sömuleiðis.

Salan til Kína og annarra Asíuríkja hefur aukist jafnt og þétt eftir að við fórum að taka þátt í þessari sjávarútvegssýningu í Kína, sem er sú tuttugasta og níunda í röðinni.“

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).