Útboð um dýpkun Landeyjahafnar:

Unnið að samningum við Björgun

9.Nóvember'18 | 14:17

Dýpkað í Landeyjahöfn. Mynd/úr safni

Fyrirtækið Björgun ehf. átti hagstæðasta tilboðið í dýpkun Landeyjahafnar og var tilboðið rúmlega 75% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Tilboðið er til næstu þriggja ára. G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar staðfestir við Eyjar.net að unnið sé að samningum við Björgun. 

Sjá einnig: Með tilkomu nýrrar ferju þarf að sjálfsögðu ekki að dýpka eins mikið

Fram kom í svari Vegagerðarinnar í síðustu viku að skilyrðum í útboði til dýpkunar sé einkum skipt upp í tvennt, annars vegar verðinu sem gaf þá 65% og hins vegar tækjabúnaði sem verktakinn bauð og var þá horft á afkastagetu, stjórnhæfni skips, getu til að dýpka við mismunandi öldufar og dýpi og ýmsir fleiri þættir.

Sjá einnig: Björgun bauð lægst í dýpkun Landeyjahafnar

Telja að forsendur útboðs hafi engan veginn verið nægjanlega kröfuharðar af hálfu Vegagerðarinnar

Á bæjarstjórnarfundinum í gær var eftirfarandi bókun samþykkt varðandi dýpkun í Landeyjahöfn:

Bæjarstjórn ítrekar fyrri bókanir sínar og tekur undir bókanir bæjarráðs af fyrirhuguðum dýpkunarframkvæmdum í Landeyjahöfn. Timinn sem tekur að opna höfnina hverju sinni skiptir samfélagið afar miklu máli. Þess vegna skipta afköst dýpkunarbúnaðar miklu máli þann tíma sem færi gefst til dýpkunar. Bæjarstjórn telur að forsendur útboðs hafi engan veginn verið nægjanlega kröfuharðar af hálfu Vegagerðarinnar hvað þetta atriði varðar.

Bæjarstjórn hvetur þingmenn kjördæmisins til að beita sér í málinu og tryggja að samið verði við aðila sem býr yfir nægilega öflugum tækjakosti til að tryggja þær þarfir sem samgöngur við Vestmannaeyjar krefjast, segir í bókun bæjarstjórnar Vestmannaeyja sem samþykkt var samhljóða.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-