Fréttatilkynning:

Tillögur Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar

9.Nóvember'18 | 11:42
Sjómannad_hofn_gig

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær var fyrri umræða um fjárhagsáætlun ársins 2019. Í áætluninni líkt og í ársreikningum Vestmannaeyjabæjar 2017 er sterk staða sveitarfélagsins óumdeilanleg enda hefur aðhald og ábyrgð í rekstri á undanförnum kjörtímabilum verið keppikefli Sjálfstæðisflokksins. 

Ábyrg fjármálastjórnun er enda grundvöllur að aukinni þjónustu við íbúa og minni álögum. 

Við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun ársins 2019 á fundi bæjarstjórnar í gær lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram áherslur sínar við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar en þær eru eftirfarandi:

 

  1. Tillaga um lækkun fasteignaskatts:

Í ljósi þess að fasteignamat íbúðarhúsnæðis er að hækka mikið næstu ár þá leggur Sjálfstæðisflokkurinn til að fasteignamatsstuðull íbúðarhúsnæðis lækki úr 0.35% í 0,32%. Með þessari aðgerð væri bæjarstjórn að bregðast við sífellt hækkandi fasteignamati og koma þannig til móts við heimilin sem munu annars glíma við hærri skattheimtu a.m.k. næstu tvö árin ef fram fer sem horfir.

 

      2. Tillaga um niðurfellingu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði hjá ellilífeyrisþegum 70 ára og eldri:

Sjálfstæðisflokkurinn leggur til áfram verði felldur niður fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði hjá ellilífeyrisþegum 70 ára og eldri líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Niðurfellingin nær til alls fasteignaskatts en sem fyrr verða áfram greidd þjónustugjöld af eignunum. Ekki verður þörf á að sækja um niðurfellinguna heldur kemur hún sjálfvirkt inn við álagningu.

Í samræmi við vilja hagsmunasamtaka eldri borgara fer Vestmannaeyjabær ofangreinda leið með það að markmiði að auðvelda eldri borgurum að búa sem lengst í eigin húsnæði. Þá er með þessu einnig reynt að mæta að hluta þeirri tekjuskerðingu sem eldri borgarar verða fyrir við starfslok. Það er mat Sjálfstæðisflokksins að í þessu sé bæði falin mannvirðing og aukið valfrelsi í húsnæðismálum auk ákveðinnar hagræðingar þar sem aðgerðin dregur úr þörf fyrir önnur mjög kostnaðarfrek húsnæðisúrræði.

 

3. Tillaga um að gert verði ráð fyrir fjármagni til að undirbúa stækkun Hamarsskóla

Sjálfstæðisflokkurinn leggur til að gert verði ráð fyrir fjármagni til að kanna og undirbúa mögulega stækkun húsnæðis Hamarsskóla með það í huga að færa lengda viðveru eftir skóla (Frístundaver) og tónlistarnám (Tónlistarskóla Vestmannaeyja) auk salar, eldhúss og matsalar inn í skólann. Upprunaleg grunnmynd af Hamarsskóla gerir ráð fyrir slíkri stækkun í austur af núverandi húsnæði. Umræddar hugmyndir munu hafa ákveðna hagræðingu í för með sér auk þess sem þær samræmast hugmyndum sveitarfélagsins um samræmda þjónustu við börn.

 

4. Tillaga um breyttan viðmiðunaraldur frístundastyrksins

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að viðmiðunaraldri frístundastyrksþega verði breytt og hann verði veittur fram að 18 ára aldri. Brottfall úr íþróttum og líkur á áhættu- og frávikshegðun aukast verulega á seinni stigum skólagöngu. Sveitarfélagið ætti að styðja sérstaklega við ungmenni á viðkvæmum aldri og hvetja þau til skipulagðs tómstunda- og æskulýðsstarfs sem hefur mikið og ótvírætt forvarnargildi.  

Í framsögu meirihluta E- og H- lista kom fram að vel væri tekið í þær tillögur sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram í ráðum bæjarins nema þá er snýr að niðurfellingu fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði 70 ára og eldri.

 

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).