Hraðahindranir á Vallargötu og Boðaslóð?

9.Nóvember'18 | 06:31
vallargata_ja.is_4

Vallargata. Skjáskot/ja.is

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í lok síðasta mánaðar var tekið fyrir bréf til ráðsins er varðar umferðarhraða á Vallargötu og Boðaslóð.

Bjartey Hermannsdóttir, Bessastíg 10 sendi bréf til ráðsins þar sem bent er á umferðarhraða við Barnaskóla Vestmannaeyja og óskar bréfritari eftir að settar verði upp hraðahindranir á Vallargötu og Boðaslóð.
 
Umhverfis- og skipulagsráð ákvað að vísa erindinu til umferðarhóps. Umferðarhópur skipulagsráðs er skipaður eftirtöldum aðilum:

Jónatan Guðni Jónsson, skipulagsráði, Hjalti Enok Pálsson, Jóhannes Ólafsson, yfir lögregluþjónn, Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.