Hraðahindranir á Vallargötu og Boðaslóð?

9.Nóvember'18 | 06:31
vallargata_ja.is_4

Vallargata. Skjáskot/ja.is

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í lok síðasta mánaðar var tekið fyrir bréf til ráðsins er varðar umferðarhraða á Vallargötu og Boðaslóð.

Bjartey Hermannsdóttir, Bessastíg 10 sendi bréf til ráðsins þar sem bent er á umferðarhraða við Barnaskóla Vestmannaeyja og óskar bréfritari eftir að settar verði upp hraðahindranir á Vallargötu og Boðaslóð.
 
Umhverfis- og skipulagsráð ákvað að vísa erindinu til umferðarhóps. Umferðarhópur skipulagsráðs er skipaður eftirtöldum aðilum:

Jónatan Guðni Jónsson, skipulagsráði, Hjalti Enok Pálsson, Jóhannes Ólafsson, yfir lögregluþjónn, Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi.

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is