Bærinn styrkir bókaútgáfu
- Markmið bókarinnar er að hjálpa börnum að takast á við alvarlegan kvíða
8.Nóvember'18 | 06:55Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyjabæjar tók fyrir á síðasta fundi sínum ósk um styrk vegna útgáfu á nýrri meðferðarbók fyrir börn og unglinga, sem tekur á kvíða hjá eldri börnum, á aldrinum 9 - 13 ára.
Erindið var frá Thelmu Gunnarsdóttur og Árnýju Ingvarsdóttur sálfræðingum. Markmið bókarinnar er að hjálpa börnum að takast á við alvarlegan kvíða.
Bókin er mikilvægt hjálpartæki fyrir börn og unglinga og nýtist vel fagaðilum sem starfa með börnum t.d. í skóla, félagsþjónustu og heilbrigðiskerfinu. Styrkveiting gefur kost á 10 fríum eintökum ásamt kynningu á efni hennar til foreldra og/eða fagaðila sé þess óskað.
Fjölskyldu- og tómstundaráð samþykkir að veita 300.000 kr styrk til verkefnisins gegn því að fá kynningu á efninu fyrir foreldra og/eða fagaðila og eintök af bókinni, segir í bókun ráðsins.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.