Yfirlýsing frá VM vegna fréttar Fréttablaðsins

7.Nóvember'18 | 11:17
heimaey_ve

Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/úr safni

Í fyrradag birtist frétt í Fréttablaðinu um úrskurð úrskurðarnefndar um fiskverð vegna verða á uppsjávarskipum Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Í fréttinni er réttilega sagt frá því að VM hafi raskað því fyrirkomulagi sem unnið hefur verið eftir. 

Það er skoðun VM að félagið reyni ávallt að styðja sína félagsmenn þegar ágreiningur kemur upp á milli launafólks og atvinnurekanda, enda er það hlutverk stéttarfélaga.

Það er ólíðandi að stéttarfélögum skuli vera haldið utan samninga eins og þeim sem fjallað er um í þessari frétt. Það sjá það allir sem vilja að leikurinn er ójafn þegar útgerðamenn hafa allar forsendur en sjómenn litlar sem engar til þess að semja um verð.

VM er stolt að þeirri vegferð sem það fór í með félagsmönnum sínum í þessu máli. VM mun áfram hjálpa sínum félagsmönnum og leita allra leiða til þess.

Það er rangt sem kom fram í fréttinni að slegið hafi verið á putta félagsins þó að vissulega hafi það verið reynt. Allt sem félagið gerði var innan ramma laganna og er það viðurkennt í úrskurðinum. Þó að VM hafi leitt þetta mál, þá var stuðningur annarra sjómannafélaga ómetanlegur og gott var að finna þá samstöðu sem náðist í þessu máli á meðal hagsmunasamtaka sjómanna.

Í fréttinni er rætt við Stefán B. Friðriksson framkvæmdastjóra Ísfélagsins í Vestmannaeyjum sem gagnrýnir það að stéttarfélögin standi á bakvið sína félagsmenn. Stefán er einnig varamaður í úrskurðarnefnd um fiskverð fyrir SFS. Velta má fyrir sér hvort það séu ekki óheppileg tengsl að framkvæmdastjóri eins fyrirtækis hafi þannig aðgang að fiskverðum hjá öllum samkeppnisaðilum sínum. 

Hægt er að lesa fréttina sem birtist í Fréttablaðinu hér og úrskurðinn hér.

Uppfært:

Í yfirlýsingu VM vegna frétta Fréttablaðsins velti félagið því fyrir sér hvort ekki væri óheppilegt að Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri Ísfélagsins í Vestmannaeyjum sitji sem varamaður í úrskurðarnefnd og hafi því aðgang að fiskverðum hjá samkeppnisaðilum sínum. Rétt er að segja frá því að Stefán hefur ekki verið kallaður inn sem varamaður í þau skipti sem fjallað er um verð á uppsjávarfiski. VM getur því ekki fullyrt að framkvæmdastjóri Ísfélagsins í Vestmannaeyjum hafi fiskverð samkeppnisaðila undir höndum. 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).