Handknattleikur:
Eyjablikksmótið gekk heilt yfir mjög vel
7.Nóvember'18 | 18:24Um helgina hélt ÍBV Eyjablikksmótið, en það er fyrir stúlkur og drengi á eldra ári í 5. flokk í handbolta. Mótið gekk heilt yfir mjög vel en það voru um 400 keppendur sem tóku þátt í mótinu. ÍBV átti fimm lið á mótinu 3 karlalið og 2 kvennalið.
Stelpurnar í ÍBV1 urðu deildarmeistarar í 1. deild og strákarnir í ÍBV1 urðu deildarmeistarar í 3. deild A, segir í frétt á heimasíðu ÍBV - ibvsport.is.
Mótið stóð frá föstudegi til sunnudags og voru leikir alla dagana, á laugardagskvöldinu voru einnig landsleikir, brekkusöngur og ball þar sem keppendur skemmtu sér vel. En þess má geta að ÍBV átti 3 fulltrúa í landsleiknum að þessu sinni þau Berthu Sigursteinsdóttur, Söru Dröfn Ríkharðsdóttur og Ívar Bessa Viðarsson.
Tags
ÍBVMá bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...