Ágóðinn af Kótilettukvöldinu

Tæp hálf milljón til Krabbavarnar

6.Nóvember'18 | 18:30
kotilettan_krabbavorn

Gunnar Heiðar afhendir Siggu Stínu styrkinn. Ljósmynd/Facebooksíða Kótilettuklúbbsins.

Í síðustu viku var hið árlega Kótilettukvöld Kótilettuklúbbs Vestmannaeyja haldið. Kvöldið var vel sótt og mættu alls 166 kótilettuunnendur. Venjan er að ágóðinn af kvöldinu fari til góðs málefnis og var engin breyting á í ár. 

Pétur Steingrímsson og Gunnar Heiðar Gunnarsson hafa haft veg og vanda af þessu góða framtaki. Í þakkarpistli á facebook-síðu klúbbsins segir að í dag hafi Pétur og Gunni heimsótt Siggu Stínu, formann Krabbavarnar í Vestmannaeyjum, og afhentu þeir henni 462.000 krónur - sem er ágóðinn af Kótilettukvöldinu eftir kostnað. Félagarnir eru ákaflega þakklátir öllum þeim sem mættu.

„Eins og ég hef sagt áður þá óraði okkur ekki fyrir því að þetta yrði svona stórt að fimm árum liðnum en svona er lífið yndisleg. Þegar við Gunni ræddum stofnun Kótilettuklúbbsins á sínum tíma, yfir diski af vel brösuðum kótilettum með grænum baunum, rauðkáli, kartöflum og rabbabarasultunni, þá vorum við að tala um 15-20 manna karlaklúbb. Klúbb þar sem karlar kæmu einhvers staðar saman, borðuðu vel brasaðar kótilettur með öllu, sagðar yrðu einhverjar grobbsögur og menn létu gott af sér leiða fyrir afganginn. Á einhvern undursamlegan hátt þá hefur þetta þróast í þetta sem klúbburinn er í dag og fyrir það erum við þakklátir.” segir í pistli Péturs.

„Á þessum fimm árum höfum við látið líknar- og styrktarfélög njóta afrakstursins af kvöldinu okkar. Fyrsta árið styrktum við Kvenfélagið Líkn, á öðru árinu okkar voru það hin ýmsu líknar- og styrktarfélög sem eru með söfnun fyrir hver jól og styrkja einstaklinga og fjölskyldur í bænum sem eiga um sárt að binda. Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur verið í forsvari fyrir þessi félög og tóku þeir við styrknum. Þriðja árið styrktum við svo Alzheimersamtökin hér í bænum og í fyrra var svo komið að Hollvinasamtökum Hraunbúða. Eins og kemur fram hér að framan þá fær Krabbavörn Vestmannaeyja að njóta afrakstursins af kvöldinu okkar þetta árið en þetta eru félagasamtök sem styðja vel við bakið á þeim sem lenda í þeim hremmingum að fá krabbamein. 

Í gegnum þessi ár þá hefur Gunni alltaf séð um matseldina í veislunni okkar með hjálp stelpnanna hans Einsa Kalda. Bjarni Ólafur hefur lánað okkur húsnæðið, Einsi Kaldi hefur lánað okkur eldhúsið sitt með öllum græjunum sínum, Jói Listó hefur verið okkur innan handar öll þessi ár og sama má segja um fundar-/veislustjórann okkar hann Snorra Jónsson. Í ár styrkti Ora okkur með grænum baunum, rauðkáli og rabbabarasultu en þar ræður ríkjum eyjapeyjinn Jóhannes Egilsson. Takk fyrir þetta yndislega fólk því án ykkar væri þetta ekki hægt.

Sjáumst vonandi öll að ári.” segir í pistlinum.

 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.